Vill prófa hverflana í Hornafirði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2014 07:45 Valdimar prófaði sérútbúna flekann sem hann hannaði sumarið 2013. Mynd/Agnes Ingvarsdóttir „Ef ég fæ framhaldsstyrk úr Tækniþróunarsjóði til að halda áfram með verkefnið þá er næsta skref að prófa hverflana í Hornafirði í sumar,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri Valorku og stofnandi fyrirtækisins. Valdimar hefur undanfarin fimm ár unnið að þróun lághraðahverfla sem eiga að beisla sjávarfallaorku við annes. Hann er með vinnustofu á Ásbrú í Reykjanesbæ og er eini fastráðni starfsmaður fyrirtækisins. Valorka er að hans sögn eina íslenska fyrirtækið sem sinnir tækniþróun á sviði sjávarorku. „Þetta verkefni hefur undið hratt upp á sig. Valorka hefur þróað fimm gerðir af hverflum og nokkuð mörg atriði hafa farið í gegnum einkaleyfi og þar á meðal fyrsti íslenski hverfillinn til að fá slíkt leyfi,“ segir Valdimar.Fyrstu sjóprófanir á hverflum Valorku áttu að fara fram síðasta sumar á Höfn í Hornafirði. Tíminn fyrir austan fór hins vegar nánast allur í hönnun og prófanir á sérútbúnum fleka sem Valdimar ætlar að nota til að prófa hverflana næsta sumar. „Í fyrra náði ég einungis rétt svo að dýfa hverflunum í sjó en þær prófanir voru ekki marktækar. Ég fékk einhverjar mælingar en það voru ýmis atriði sem gerðu þær jafn ómögulegar og þegar Wright-bræður voru að hlaupa með flugvélina sína fyrst og komust ekki á loft. Þetta er tækni sem hefur svipaða möguleika og flugið en fyrst þarf að koma henni af jörðinni,“ segir Valdimar. Hann segir aðstæður í Hornafirði kjörnar. Þar sé oft lítil bára en mikill straumur. Eini gallinn er sá að þar er jökulvatn og Valdimar sér því ekki nógu vel hvað gerist undir flekanum. „Svo er reyndar forvitnilegur staður hérna í næsta nágrenni við mig. Ég var að mæla straumhraðann hérna úti í Ósum sem er lítill fjörður norðan við Hafnir. Þar er maður með tæran sjó og svipaðan straumhraða í logni og það er staður sem mig langar að skoða betur.“ Valdimar vinnur nú einnig að öðru verkefni sem byggir á hugmynd sem er enn eldri en fyrsti hverfillinn. Þar er um að ræða ölduvirkjun sem hann vill tengja við hverflana og þróa fyrstu virkjun sinnar tegundar í heiminum. „Ef það tekst til og sú aðferð fer í prófanir í sjó, þá er það, eftir því sem ég best veit, eina blendistegundin sem færi í prófanir í heiminum.“ Framtíð þessara verkefna er hins vegar háð áframhaldandi stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og öðrum sjóðum sem Valdimar hefur hingað til getað nýtt sér. Óvíst er hvort Valorka fái áframhaldandi styrk úr Tækniþróunarsjóði. „Sjóðurinn var í slæmri stöðu fyrir áramótin og það var verið að sveifla fjármagni hans fram og til baka. En ég leyfi mér að vona að þetta sé ekki endanleg synjun frá honum,“ segir Valdimar og bætir því við að stefnumótun stjórnvalda á sviði sjávarorku hafi einnig áhrif. „Það er ekki enn búið að koma þingsályktunartillögu um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland í gegnum þingið. En ég er vongóður enda er búið að lofa því að hún verði lögð fram á vorþingi. Það væri tvískinnungur ef eina tækniþróunarverkefninu á þessu sviði sem er þokkalega lífvænlegt yrði stefnt í voða á sama tíma og stjórnvöld eru skoða nýtingu á sjávarorku,“ segir Valdimar „Sjávarfallaorka er áreiðanlegasta orkuauðlind heims og sú eina sem er að fullu nýtanleg án nokkurra umhverfisáhrifa. Þetta svið nýsköpunar er okkur Íslendingum opið því það er enginn að keppa við okkur og þvælast fyrir. Samt er þetta vaxandi markaður enda mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum orkugjöfum.“ Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ef ég fæ framhaldsstyrk úr Tækniþróunarsjóði til að halda áfram með verkefnið þá er næsta skref að prófa hverflana í Hornafirði í sumar,“ segir Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri Valorku og stofnandi fyrirtækisins. Valdimar hefur undanfarin fimm ár unnið að þróun lághraðahverfla sem eiga að beisla sjávarfallaorku við annes. Hann er með vinnustofu á Ásbrú í Reykjanesbæ og er eini fastráðni starfsmaður fyrirtækisins. Valorka er að hans sögn eina íslenska fyrirtækið sem sinnir tækniþróun á sviði sjávarorku. „Þetta verkefni hefur undið hratt upp á sig. Valorka hefur þróað fimm gerðir af hverflum og nokkuð mörg atriði hafa farið í gegnum einkaleyfi og þar á meðal fyrsti íslenski hverfillinn til að fá slíkt leyfi,“ segir Valdimar.Fyrstu sjóprófanir á hverflum Valorku áttu að fara fram síðasta sumar á Höfn í Hornafirði. Tíminn fyrir austan fór hins vegar nánast allur í hönnun og prófanir á sérútbúnum fleka sem Valdimar ætlar að nota til að prófa hverflana næsta sumar. „Í fyrra náði ég einungis rétt svo að dýfa hverflunum í sjó en þær prófanir voru ekki marktækar. Ég fékk einhverjar mælingar en það voru ýmis atriði sem gerðu þær jafn ómögulegar og þegar Wright-bræður voru að hlaupa með flugvélina sína fyrst og komust ekki á loft. Þetta er tækni sem hefur svipaða möguleika og flugið en fyrst þarf að koma henni af jörðinni,“ segir Valdimar. Hann segir aðstæður í Hornafirði kjörnar. Þar sé oft lítil bára en mikill straumur. Eini gallinn er sá að þar er jökulvatn og Valdimar sér því ekki nógu vel hvað gerist undir flekanum. „Svo er reyndar forvitnilegur staður hérna í næsta nágrenni við mig. Ég var að mæla straumhraðann hérna úti í Ósum sem er lítill fjörður norðan við Hafnir. Þar er maður með tæran sjó og svipaðan straumhraða í logni og það er staður sem mig langar að skoða betur.“ Valdimar vinnur nú einnig að öðru verkefni sem byggir á hugmynd sem er enn eldri en fyrsti hverfillinn. Þar er um að ræða ölduvirkjun sem hann vill tengja við hverflana og þróa fyrstu virkjun sinnar tegundar í heiminum. „Ef það tekst til og sú aðferð fer í prófanir í sjó, þá er það, eftir því sem ég best veit, eina blendistegundin sem færi í prófanir í heiminum.“ Framtíð þessara verkefna er hins vegar háð áframhaldandi stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og öðrum sjóðum sem Valdimar hefur hingað til getað nýtt sér. Óvíst er hvort Valorka fái áframhaldandi styrk úr Tækniþróunarsjóði. „Sjóðurinn var í slæmri stöðu fyrir áramótin og það var verið að sveifla fjármagni hans fram og til baka. En ég leyfi mér að vona að þetta sé ekki endanleg synjun frá honum,“ segir Valdimar og bætir því við að stefnumótun stjórnvalda á sviði sjávarorku hafi einnig áhrif. „Það er ekki enn búið að koma þingsályktunartillögu um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland í gegnum þingið. En ég er vongóður enda er búið að lofa því að hún verði lögð fram á vorþingi. Það væri tvískinnungur ef eina tækniþróunarverkefninu á þessu sviði sem er þokkalega lífvænlegt yrði stefnt í voða á sama tíma og stjórnvöld eru skoða nýtingu á sjávarorku,“ segir Valdimar „Sjávarfallaorka er áreiðanlegasta orkuauðlind heims og sú eina sem er að fullu nýtanleg án nokkurra umhverfisáhrifa. Þetta svið nýsköpunar er okkur Íslendingum opið því það er enginn að keppa við okkur og þvælast fyrir. Samt er þetta vaxandi markaður enda mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum orkugjöfum.“
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira