Stöðvaði verkfallsbrot í MR Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. mars 2014 20:55 Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira