Kólumbísku konurnar fengu dvalarleyfi Snærós Sindradóttir skrifar 25. mars 2014 07:45 Johanna Suarez sést hér faðma kærasta sinn, Unnar Elías, eftir að niðurstaða málsins hafði verið kynnt þeim hjá sýslumanni. Á myndinni sjást einnig Mary Luz, sonur hennar og dóttir Johönnu. VÍSIR/Vilhelm Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í gær að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær höfðu greint frá. Um er að ræða konu á sjötugsaldri, Susönnu Ortiz de Suarez, dóttur hennar Johönnu og dótturdóttur. Konurnar komu hingað til lands árið 2011 vegna þess að dóttir Susönnu, Mary Luz Suarez, hafði hlotið stöðu flóttamanns hér á landi árið 2007.Fjölskyldan glöð í bragði eftir að hafa fengið góðu fréttirnar. Sjö ára stúlkan sem fékk dvalarleyfi er fremst í flokki. VÍSIR/VilhelmMary Luz segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Við sitjum bara og horfum fram fyrir okkur og trúum þessu varla. Við treystum því ekki að þetta hafi farið svona.“ Hún þakkar sérstaklega fólki sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. „Við erum svo heppnar með hvað það voru margir sem hjálpuðu okkur. Allir voru að hjálpa okkur að skrifa umsóknir og þýða fyrir okkur.“ Hún segir að ferlið hafi verið þeim erfitt. „Þetta tók mjög á, það var mjög erfitt að rifja upp frá hverju við erum að flýja og við sváfum ekki vel.“ Mary segir jafnframt að spennufallið sé mikið. „Núna erum við bara þreyttar.“ Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt til árs í senn en sækja þarf um endurnýjun að ári liðnu.Mary Luz hissa og ánægð með að fá að hafa móður sína og systur hjá sér. VÍSIR/Vilhelm Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í gær að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær höfðu greint frá. Um er að ræða konu á sjötugsaldri, Susönnu Ortiz de Suarez, dóttur hennar Johönnu og dótturdóttur. Konurnar komu hingað til lands árið 2011 vegna þess að dóttir Susönnu, Mary Luz Suarez, hafði hlotið stöðu flóttamanns hér á landi árið 2007.Fjölskyldan glöð í bragði eftir að hafa fengið góðu fréttirnar. Sjö ára stúlkan sem fékk dvalarleyfi er fremst í flokki. VÍSIR/VilhelmMary Luz segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Við sitjum bara og horfum fram fyrir okkur og trúum þessu varla. Við treystum því ekki að þetta hafi farið svona.“ Hún þakkar sérstaklega fólki sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. „Við erum svo heppnar með hvað það voru margir sem hjálpuðu okkur. Allir voru að hjálpa okkur að skrifa umsóknir og þýða fyrir okkur.“ Hún segir að ferlið hafi verið þeim erfitt. „Þetta tók mjög á, það var mjög erfitt að rifja upp frá hverju við erum að flýja og við sváfum ekki vel.“ Mary segir jafnframt að spennufallið sé mikið. „Núna erum við bara þreyttar.“ Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt til árs í senn en sækja þarf um endurnýjun að ári liðnu.Mary Luz hissa og ánægð með að fá að hafa móður sína og systur hjá sér. VÍSIR/Vilhelm
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira