Hraunið myndi þekja rúmlega hálfa París Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2014 12:01 visir/ómar ragnarsson/almannavarnardeild Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild Bárðarbunga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild
Bárðarbunga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira