„Það er svo erfitt að vera með pung“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 16:29 Þegar fréttin var skrifuð höfðu rúmlega 500 manns smellt á "læk-hnappinn“. Vísir/aðsent „Mér hefur rosalega lengi verið illa við þessar óformlegu reglur um að karlar eigi að gera þetta og hitt og að hinir og þessir hlutir séu ekki karlmannlegir,“ segir Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld, sem skrifaði ljóð á Facebook-síðuna Kynlegar athugasemdir. Ljóðið hefur hlotið fádæma viðbrögð inni í hópnum, á einni klukkustund hafa um fimm hundruð manns smellt á „læk-hnappinn“ fræga og hrannast „lækin“ upp. Á síðunni getur fólk vakið athygli á ýmsu er viðkemur umræðunni um kyn og kynjahlutverk. Síðan hefur slegið í gegn á netinu, á þeim tveim dögum sem hún hefur verið uppi hafa á sjötta þúsund manns skráð sig í hana. Ljóð Einars um karlmennsku er ein vinsælasta færslan á síðunni. Með ljóðinu virðist hann ná að fanga skoðanir margra á hefðinni og umræðunni í samfélaginu er snýr að karlmennsku. „Hugmyndin að ljóðinu sem slíku varð til fyrir einni eða tveimur vikum,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við: „Svo þegar þessi grúppa, Kynlegar athugasemdir, varð til, þá inspíreraði hún - og frásagnir fólks í henni - mig til að drífa í því að ljúka við það og smella því inn.“ Ljóðið vinsæla lítur svona út: Að fæðast sem karlmaður - byrðin er þung. Það er svo erfitt að vera með pung. Því karlmennskustöðunni fylgja sko skyldur sem hlýða þarf viljir þú karl teljast gildur! Sem strákar við leikum með byssur og kalla “Spiderman”, “Hulk”, “Power Rangers” - en ekki alla. Því skærbleiki ‘rangerinn’ er ekki töff, Allt sem er bleikt er ei karlmennskustöff! Og dúkkur og “Ponies” og slíkt stelpudót er bannað með öllu, sért þú ei snót! Sem karlmenn við kunnum að smíða og laga og henda upp skúr innan nokkurra daga. Ekki er til bíó sem við megum grát’ í og við greinum strax muninn á Lexus og Audi! Við kunnum sko allt það sem hægt er um bíla og vitum að íþróttir verðum að fíla! Ef förum á djammið við ‘swagginu’ flíkum og höstlum og sofum hjá “mellum og tíkum”. Stundum við sambandið jafnvel í slysumst, en karlrembudjókana samt við með gysumst! Því fyndnasti djókur sem til er í heimi: “Konan? Ég hana inn í eldhúsi geymi!” Við höfum svo hobbý sem pungnum vel passar: Fótbolti, tölvuspil, túttur og rassar! Allt sem við hlustum á ‘butch’ þarf að vera: Metallica, Robin Thicke, Snoop og Pantera. Við hlýðum á ekta testósteróntóna við myndbönd með gellunum til á að góna. Því allt okkar áhorf þarf stöðlum að hlýða: Sprengingar og/eða gellur að ríða. Einungis kellingar horfa á annað og þess vegna er “Twilight” og “Gossip Girl” bannað! Við vinnum störf sem okkar karlmennsku hæfir, því vinnuföt hjúkkunnar pungstyrkinn kæfir! Við lyftum og berum og skiptum út perum og 75% stjórnenda erum! Svo fáum við fyrir það borgað mun betur því konur þær geta ekki allt sem karl getur! Svona eru reglurnar, skýrar og góðar: Að hunsa þær bendir til batnandi þjóðar. Tengdar fréttir Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
„Mér hefur rosalega lengi verið illa við þessar óformlegu reglur um að karlar eigi að gera þetta og hitt og að hinir og þessir hlutir séu ekki karlmannlegir,“ segir Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld, sem skrifaði ljóð á Facebook-síðuna Kynlegar athugasemdir. Ljóðið hefur hlotið fádæma viðbrögð inni í hópnum, á einni klukkustund hafa um fimm hundruð manns smellt á „læk-hnappinn“ fræga og hrannast „lækin“ upp. Á síðunni getur fólk vakið athygli á ýmsu er viðkemur umræðunni um kyn og kynjahlutverk. Síðan hefur slegið í gegn á netinu, á þeim tveim dögum sem hún hefur verið uppi hafa á sjötta þúsund manns skráð sig í hana. Ljóð Einars um karlmennsku er ein vinsælasta færslan á síðunni. Með ljóðinu virðist hann ná að fanga skoðanir margra á hefðinni og umræðunni í samfélaginu er snýr að karlmennsku. „Hugmyndin að ljóðinu sem slíku varð til fyrir einni eða tveimur vikum,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við: „Svo þegar þessi grúppa, Kynlegar athugasemdir, varð til, þá inspíreraði hún - og frásagnir fólks í henni - mig til að drífa í því að ljúka við það og smella því inn.“ Ljóðið vinsæla lítur svona út: Að fæðast sem karlmaður - byrðin er þung. Það er svo erfitt að vera með pung. Því karlmennskustöðunni fylgja sko skyldur sem hlýða þarf viljir þú karl teljast gildur! Sem strákar við leikum með byssur og kalla “Spiderman”, “Hulk”, “Power Rangers” - en ekki alla. Því skærbleiki ‘rangerinn’ er ekki töff, Allt sem er bleikt er ei karlmennskustöff! Og dúkkur og “Ponies” og slíkt stelpudót er bannað með öllu, sért þú ei snót! Sem karlmenn við kunnum að smíða og laga og henda upp skúr innan nokkurra daga. Ekki er til bíó sem við megum grát’ í og við greinum strax muninn á Lexus og Audi! Við kunnum sko allt það sem hægt er um bíla og vitum að íþróttir verðum að fíla! Ef förum á djammið við ‘swagginu’ flíkum og höstlum og sofum hjá “mellum og tíkum”. Stundum við sambandið jafnvel í slysumst, en karlrembudjókana samt við með gysumst! Því fyndnasti djókur sem til er í heimi: “Konan? Ég hana inn í eldhúsi geymi!” Við höfum svo hobbý sem pungnum vel passar: Fótbolti, tölvuspil, túttur og rassar! Allt sem við hlustum á ‘butch’ þarf að vera: Metallica, Robin Thicke, Snoop og Pantera. Við hlýðum á ekta testósteróntóna við myndbönd með gellunum til á að góna. Því allt okkar áhorf þarf stöðlum að hlýða: Sprengingar og/eða gellur að ríða. Einungis kellingar horfa á annað og þess vegna er “Twilight” og “Gossip Girl” bannað! Við vinnum störf sem okkar karlmennsku hæfir, því vinnuföt hjúkkunnar pungstyrkinn kæfir! Við lyftum og berum og skiptum út perum og 75% stjórnenda erum! Svo fáum við fyrir það borgað mun betur því konur þær geta ekki allt sem karl getur! Svona eru reglurnar, skýrar og góðar: Að hunsa þær bendir til batnandi þjóðar.
Tengdar fréttir Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59