Innlent

Róbert Marshall á spítala eftir vélsleðaslys

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Róbert er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Róbert er þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/vilhelm/gva
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann um þrjúleytið í dag eftir að hann ók vélsleða fram af hengju við Hlöðufell.

„Ég er mjög heppinn og er sérstaklega þakklátur öllum þeim sem komu að björgun minni,“ segir þingmaðurinn í samtali við DV, en hann er nú í aðgerð á gjörgæsludeild Landspítalans. Róbert slapp betur en talið var í fyrstu og reiknað er með því að hann sé óbrotinn.

Alls tóku um 40 manns þátt í aðgerðinni á vélsleðum og snjóbílum, auk þess sem fjallabjörgunarmenn voru til taks á Þingvöllum. Erfiðlega gekk að finna slysstaðinn vegna slæms veðurs á svæðinu.


Tengdar fréttir

Vélsleðamaður fór fram af hengju

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi var kallað úr rétt fyrir eitt vegna slyss við Hlöðufell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×