Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 22:05 Ögmundur Jónasson. vísir/anton brink Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Ögmundur Jónsson þingmaður hefur miklar efasemdir um nýtt fyrirkomulag skuldaniðurfærslunnar svokölluðu, en ákvörðun var tekin á dögunum um að nýta rafræn skilríki Auðkennis til undirritunar á ráðstöfun leiðréttinganna. Telur hann að verið sé að þvinga fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki og kallar hann eftir valfrelsi. „Er verið að nota þetta tækifæri til að þvinga alla inn í viðskipti við þetta einkafyrirtæki, Auðkenni? Hvers vegna þarftu á þessum undirskriftum að halda? Hvað er það sem þú ert að gera með undirskrift þinni? Ertu að afsala þér réttinum til að kæra, allt svo úrskurðinn, eða niðurstöðu reiknimeistaranna. Hvað er það sem þú ert raunverulega að gera?,” segir Ögmundur í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í kvöld. Auðkenni er í eigu Landsbankans, Íslandsbanka, Arion Banka, Símans og Teris, 20 prósenta hlut hver. Ríkið gerði samning við Auðkenni um skipulag rafrænna skilríkja sem gildir til ársins 2015, en samkvæmt RÚV fær Auðkenni tíu milljónir á ári frá ríkinu. Ögmundur segir margt illskiljanlegt í þessu máli því upphaflega stóð fólki tveir kostir til boða, annars vegar veflykill ríkisskattastjóra og hins vegar rafræn skilríki auðkennis. „Veflykill ríkisskattstjóra er tekinn út þannig að eitt stendur Auðkenni eftir. Nú er það gert að skilyrði að ætli menn að fá þessa skuldaniðurfellingu þá verða þeir að skipta við það fyrirtæki,“ segir Ögmundur sem segir ekki annað koma til greina en að hverfa frá þessu. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boðið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skattyfirvalda, ef á annað borð þarf á þessum undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hversvegna það er.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að um hundrað þúsund manns séu með rafræn skilríki og að ákvörðun um að nýta slík skilríki hafi verið tekin til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Skilríkin verður hægt að nálgast hjá símafélögum, viðskiptabönkum, sparisjóðum og Auðkenni
Tengdar fréttir Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33
Óþarft að krefjast rafrænna skilríkja Þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna gætu þurft að verða sér út rafræn skilríki á örfáum vikum verði þetta skilyrði sett fyrir lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 6. september 2014 13:08
Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48