Lífið

Mun stýra bandarískum spjallþætti

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
James Corden
James Corden Vísir/Getty
Breski leikarinn og þáttastjórnandinn James Corden mun taka við af Craig Ferguson sem strjórnandi bandaríska spjallþáttarins The Late Late Show.

Sagði Corden í tilkynningunni að það væri honum mikill heiður að taka við af svo stórkostlegum sjónvarpsmanni  eins og Ferguson er. Hann segist ætla að gera sitt allra besta til þess að gera góðan þátt fyrir Bandaríkjamenn.

Corden er mjög þekktur í Bretlandi og stjórnar þar sjónvarpsþættinum A League of Their Own ásamt því að leika í sjónvarpsseríunni The Wrong Mans. Ferguson mun láta af stöfum í desember og fer þátturinn með Corden í loftið í janúar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×