Körfubolti

Jason Kidd tekur við Milwaukee Bucks

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jason Kidd.
Jason Kidd. Vísir/Getty
Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks komust að samkomulagi í dag um að Jason Kidd fengi leyfi frá Nets til þess að taka við Milwaukee Bucks. Kidd entist aðeins eitt ár í starfi sem þjálfari Brooklyn Nets en hann tekur við starfinu af Larry Drew.

Kidd sem lagði skónna á hilluna eftir nítján ára feril í NBA-deildinni síðastliðið vor vann á ferli sínum sem leikmaður einn meistaratitil með Dallas Mavericks árið 2011. Á sínu fyrsta tímabili í þjálfun Kidd stýrði Brooklyn í sjötta sæti austurdeildarinnar en lærisveinar hans áttu enga möguleika gegn Miami Heat þegar komið var í úrslitakeppnina.

Kidd tekur við liði Bucks af Drew sem vann aðeins fimmtán leiki á nýafstöðnu tímabili en fékk nýliðann Jabari Parker til liðs við sig á dögunum. Talið er að Kidd muni ætla að byggja upp liðið í kring um Parker.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×