Tenórinn um franska landsliðið: „Þeir höguðu sér eins og kjánar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. júní 2014 13:12 Jóhann Friðgeir er sáttur með flutning sinn. „Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns. Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns.
Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15