Justin Rose landaði sigri á Congressional 30. júní 2014 03:58 Justin Rose fagnar sigrinum í kvöld. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig. Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari. Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig. Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari. Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira