Þurfti að fá frí frá vinnu fyrir úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 06:45 Vísir/Daníel Tinna Jóhannsdóttir segir að það eigi vel við sig að spila í holukeppni en hún bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu um helgina. Hún hefur þó dregið sig til hliðar frá keppnisgolfinu en stóðst ekki mátið þegar henni bauðst að taka þátt á heimavelli hennar í Hafnarfirði. „Ég gerði engin dýr mistök í úrslitaleiknum og þetta datt ekki fyrir Karen [Guðnadóttur] í dag. Þetta var nokkuð rólegt golf hjá mér,“ sagði Tinna sem var að vinna titilinn í fyrsta sinn. „Ég missti alltaf af þessu móti á námsárum mínum í Bandaríkjunum en komst í úrslit í fyrra og endaði í þriðja sæti þar áður. Holukeppnin á ágætlega við mig enda er þetta mitt uppáhaldsmót ásamt sveitakeppninni.“ Tinna er í fullri vinnu, auk þess sem hún er að þjálfa hjá golfklúbbnum Keili, og þurfti að fá frí til að keppa í gær. „Ég hef verið að draga mig út úr þessu en það er gaman að sjá hvað það er stór hópur ungra kylfinga að koma upp í kvennaflokki,“ segir Tinna en hún reiknar ekki með því að keppa á Íslandsmótinu í höggleik síðar í sumar. „Nei og ég held að þessi sigur breytir því ekki því spilamennska mín um helgina myndi aldrei duga til sigurs á landsmóti,“ sagði hún í léttum dúr. Golf Tengdar fréttir Tinna Íslandsmeistari í holukeppni Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn. 29. júní 2014 15:43 Karen vann systur sína í undanúrslitum Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni. 29. júní 2014 11:13 Tinna mætir Karen í úrslitunum Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag. 29. júní 2014 11:42 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir segir að það eigi vel við sig að spila í holukeppni en hún bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu um helgina. Hún hefur þó dregið sig til hliðar frá keppnisgolfinu en stóðst ekki mátið þegar henni bauðst að taka þátt á heimavelli hennar í Hafnarfirði. „Ég gerði engin dýr mistök í úrslitaleiknum og þetta datt ekki fyrir Karen [Guðnadóttur] í dag. Þetta var nokkuð rólegt golf hjá mér,“ sagði Tinna sem var að vinna titilinn í fyrsta sinn. „Ég missti alltaf af þessu móti á námsárum mínum í Bandaríkjunum en komst í úrslit í fyrra og endaði í þriðja sæti þar áður. Holukeppnin á ágætlega við mig enda er þetta mitt uppáhaldsmót ásamt sveitakeppninni.“ Tinna er í fullri vinnu, auk þess sem hún er að þjálfa hjá golfklúbbnum Keili, og þurfti að fá frí til að keppa í gær. „Ég hef verið að draga mig út úr þessu en það er gaman að sjá hvað það er stór hópur ungra kylfinga að koma upp í kvennaflokki,“ segir Tinna en hún reiknar ekki með því að keppa á Íslandsmótinu í höggleik síðar í sumar. „Nei og ég held að þessi sigur breytir því ekki því spilamennska mín um helgina myndi aldrei duga til sigurs á landsmóti,“ sagði hún í léttum dúr.
Golf Tengdar fréttir Tinna Íslandsmeistari í holukeppni Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn. 29. júní 2014 15:43 Karen vann systur sína í undanúrslitum Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni. 29. júní 2014 11:13 Tinna mætir Karen í úrslitunum Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag. 29. júní 2014 11:42 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tinna Íslandsmeistari í holukeppni Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn. 29. júní 2014 15:43
Karen vann systur sína í undanúrslitum Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni. 29. júní 2014 11:13
Tinna mætir Karen í úrslitunum Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag. 29. júní 2014 11:42