Innlent

Segist hafa starfað með Hilmari Leifssyni í Hells Angels

Hilmar Þór Leifsson.
Hilmar Þór Leifsson.
Þingfesting í máli Hilmars Þórs Leifssonar, sem höfðar mál gegn feðgunum Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni fyrrverandi ritstjóra DV og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Hilmar stefndi þeim feðgum á síðasta ári vegna fréttar sem birtist í DV í ágúst árið 2012 þar sem fullyrt er að Hilmar tengist eða hafi tengst glæpasamtökunum Hells Angels og stundi skipulagða glæpastarfsemi.

Dómur í því máli féll í desember í fyrra og var DV sýknað af öllum kröfum en var Hilmari gert að greiða allan málskostnað, eða um 600 þúsund krónur. Hilmar áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tekin var skýrsla af vitni í héraði í dag sem fullyrti að hafa starfað með Hilmari í fyrrgreindum glæpasamtökum.

Niðurstöðu frá Hæstarétti er líklega að vænta í lok árs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×