Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Jóhannes Valgeirs vildi sjá rautt

Abel Dhaira á flugi í gær.
Abel Dhaira á flugi í gær. Vísir/Stefán
Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum.

FH heldur tveggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir jafntefli gegn Þór í Kaplakrika. Taplausu liðin tvö, ÍBV og Breiðablik, mættust í Kópavogi þar sem liðin skyldu jöfn.

Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðinnar má sjá hér:

FH - Þór

Breiðablik - ÍBV

Valur - Víkingur R.

Fjölnir - Fram

KR - Fylkir

Keflavík - Stjarnan

Vísir/Stefán
Góð umferð fyrir...

Sindra Snæ Magnússon, Keflavík

Sindri átti frábæran leik inn á miðjunni hjá Keflavík í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í gær. Sindri skoraði sín fyrstu mörk í Keflavíkurtreyjunni og kom það seinna með glæsilegu skoti. Tryggði Keflvíkingum eitt stig og þeir halda áfram í við toppliðin.

Jonathan Glenn, ÍBV

Jonathan Glenn var gagnrýndur í upphafi móts enda gekk honum illa að finna netmöskvana í liði sem þurfti á mörkum að halda. Tvö mörk í tveimur leikjum í röð og það er allt annað að sjá til leikmannsins en hann var valinn besti maður vallarins í jafntefli gegn Breiðablik í gær að mati Vísis.

Bjarna Guðjónsson, þjálfara Fram

Sigur Fram á Fjölni í gær hefur eflaust létt töluvert undan Bjarna sem er á sínu fyrsta tímabili í þjálfun. Lærisveinar Bjarna höfðu fengið töluverða gangrýni undanfarnar vikur eftir dræman árangur en sigurinn í gær skaut Fram upp í áttunda sæti.

Erfið umferð fyrir ...

Ágúst Gylfa og Fjölnismenn

Eftir sex leiki án taps hafa síðustu tveir leikir á heimavelli tapast. Fjölnir átti möguleika á því að stela stigi gegn FH í síðustu umferð en tapið gegn Fram í gær var stórt og spurning hvernig strákarnir hans Ágústs bregðist við.

ÍBV og Breiðablik

Stuðningsmenn beggja liða hafa eflaust hlakka til leiksins í gær og hugað að hér kæmi fyrsti sigurinn í sumar. Svo fór að liðin tóku eitt stig hvort og eru enn sigurlaus eftir átta umferðir. Liðunum var spáð töluvert betra gengi á tímabilinu og með hverjum sigrinum skapast meiri örvænting.

Magga Gylfa og Valsmenn

Valur hefur mætt Víking Reykjavík þrisvar sinnum á þessu ári og hafa nýliðar Víkings alltaf farið með sigur af hólmi. Markmið Valsmanna er Evrópusæti en liðið má ekki við stigum á heimavelli ætli þeir sér slíkt. Valsmönnum gekk illa að ráða við Aron Elís Þrándarson á Vodafone vellinum.

Vísir/Stefán
Tölfræðin:

KR-ingar hafa unnið tíu síðustu deildarleiki sína á KR-vellinum allt frá því að liðið gerði 1-1 jafntefli við Blika í lok maí í fyrra. KR-liðið hefur aðeins unnið 6 af 14 deildarleikjum sínum á öðrum völlum á sama tíma.

Fram og FH eru einu lið Pepsi-deildarinnar sem hafa skorað í öllum átta leikjum sínum í sumar. Fram er markahæsta lið deildarinnar ásamt Þór en þau bæði eru með fjórtán mörk.

11 af 14 mörkum Framara í Pepsi-deildinni í sumar hafa verið skoruð að leikmönnum sem voru að skora sitt fyrsta Pepsi-deildar mark í sumar.

Það eru liðin 18 ár síðan að Blikar voru síðast án sigurs eftir átta umferðir en fyrsti sigur Breiðabliks sumarið 1996 kom ekki fyrr en í níunda leik. Blikar fengu þá aðeins 3 stig í fyrstu 8 leikjunum og féllu um haustið.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, hefur í tvígang náð að halda marki sínu hreinu samfellt í yfir 300 mínútur í fyrstu átta umferðum Pepsi-deildarinnar. Fyrst í 360 mínútur og svo í 323 mínútur.

Andstæðingar Þórsara hafa skorað fyrsta markið í 7 af 8 leikjum Þórs-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Eini sigur Þórsliðins kom í leiknum þar sem þeir skoruðu fyrsta markið í 5-0 sigri á Fylki.

Vísir/Stefán
Skemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:



Kolbeinn Tumi Daðason á KR-vellinum:


Við Bjarni Fel sitjum hér, hlið við hlið, og grátum tap Íslands í umspilinu gegn Bosníu í handboltanum. Heldur betur svekkjandi.

Ari Erlingsson á Kópavogsvelli:

Klukkar er orðin 17:00 en leikurinn er ekki enn kominn í gang. Það virðist vera eitthvað vesen með marknetið á öðru markinu. Vallarstarfsmenn eru að kippa þessu í lag, á meðan bíðum við bara og hlustum á Queen í hljóðkerfinu. Leikmenn halda sér heitum á meðan.

Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:

Arnþór Ari Atlason, Fram - 8

Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 8

Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki - 8

Ingvar Þór Kale, Víkingi - 8

Jonathan Glenn, ÍBV - 8

Kristján Gauti Emilsson, FH - 7

Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 8

Einar Karl Ingvarsson, Fjölni - 3

Gunnar Örn Jónsson, Fylki - 3

Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki - 3

Víðir Þorvarðarson, ÍBV - 3

Umræðan á Twitter:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×