Vinnustöðvun flugvirkja í dag Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2014 08:15 Fella þurfti niður 65 flug Icelandair í dag vegna vinnustöðvunarinnar. Vísir/Anton Samningar tókust ekki við flugvirkja Icelandair í gær en fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara frá klukkan tvö til rétt rúmlega sjö um kvöldið. Í dag skellur á eins dags vinnustöðvun flugvirkja en næstkomandi fimmtudag hefst ótímabundið verkfall ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. „Þessu miðar mjög hægt,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja. „Það er allavega ekki komin niðurstaða sem menn eru sáttir við.“ Ljóst er að vinnustöðvun í dag veldur Icelandair talsverðu fjárhagslegu tjóni en fella þurfti niður 65 flug hjá félaginu sem hefur áhrif á um tólf þúsund farþega. Maríus segir að samningsaðilar hafi samt sem áður rætt málin af ró í gær. „Fundurinn var kannski jákvæðari en ég átti von á,“ segir Maríus. „Þegar það er komið út í það að röskunin verður óumflýjanleg, þá kannski verður harkan meiri. En það var allavega rætt saman. Það var ekki skilið með neinum látum.“ Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni vinnustöðvunin mun valda Icelandair en Samtök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar flug raskaðist vegna verkfalla flugmanna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Ljóst er að tjónið sem verður vegna vinnustöðvunar í dag verður mun meira. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki byrjað að horfa til þess hvernig bregðast eigi við verkfalli á fimmtudag. „Við hljótum að vona að það náist samningar fyrir þann tíma,“ segir Guðjón. Bein afskipti stjórnvalda gætu mögulega komið í veg fyrir ótímabundið verkfall. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði í vor, í tengslum við verkfallsaðgerðir flugmanna, að hún myndi ekki setja lög á kjaradeilur nema í neyð og þá ekki án þess að kalla saman þing. Þær upplýsingar fengust frá innanríkisráðuneytinu í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að setja lög á verkfallið. Það hefði þó ekki verið slegið út af borðinu og grannt væri fylgst með stöðu mála. Tengdar fréttir Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 5. júní 2014 19:12 Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní. 12. júní 2014 07:41 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. 13. júní 2014 15:57 Flugvirkjar vonast til að samningar náist Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir. 13. júní 2014 20:15 Samningafundi við flugvirkja slitið Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun. 15. júní 2014 19:54 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun 15. júní 2014 13:36 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Samningar tókust ekki við flugvirkja Icelandair í gær en fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara frá klukkan tvö til rétt rúmlega sjö um kvöldið. Í dag skellur á eins dags vinnustöðvun flugvirkja en næstkomandi fimmtudag hefst ótímabundið verkfall ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. „Þessu miðar mjög hægt,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja. „Það er allavega ekki komin niðurstaða sem menn eru sáttir við.“ Ljóst er að vinnustöðvun í dag veldur Icelandair talsverðu fjárhagslegu tjóni en fella þurfti niður 65 flug hjá félaginu sem hefur áhrif á um tólf þúsund farþega. Maríus segir að samningsaðilar hafi samt sem áður rætt málin af ró í gær. „Fundurinn var kannski jákvæðari en ég átti von á,“ segir Maríus. „Þegar það er komið út í það að röskunin verður óumflýjanleg, þá kannski verður harkan meiri. En það var allavega rætt saman. Það var ekki skilið með neinum látum.“ Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni vinnustöðvunin mun valda Icelandair en Samtök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar flug raskaðist vegna verkfalla flugmanna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Ljóst er að tjónið sem verður vegna vinnustöðvunar í dag verður mun meira. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki byrjað að horfa til þess hvernig bregðast eigi við verkfalli á fimmtudag. „Við hljótum að vona að það náist samningar fyrir þann tíma,“ segir Guðjón. Bein afskipti stjórnvalda gætu mögulega komið í veg fyrir ótímabundið verkfall. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði í vor, í tengslum við verkfallsaðgerðir flugmanna, að hún myndi ekki setja lög á kjaradeilur nema í neyð og þá ekki án þess að kalla saman þing. Þær upplýsingar fengust frá innanríkisráðuneytinu í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að setja lög á verkfallið. Það hefði þó ekki verið slegið út af borðinu og grannt væri fylgst með stöðu mála.
Tengdar fréttir Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 5. júní 2014 19:12 Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní. 12. júní 2014 07:41 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. 13. júní 2014 15:57 Flugvirkjar vonast til að samningar náist Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir. 13. júní 2014 20:15 Samningafundi við flugvirkja slitið Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun. 15. júní 2014 19:54 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun 15. júní 2014 13:36 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 5. júní 2014 19:12
Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní. 12. júní 2014 07:41
Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53
Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. 13. júní 2014 15:57
Flugvirkjar vonast til að samningar náist Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir. 13. júní 2014 20:15
Samningafundi við flugvirkja slitið Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun. 15. júní 2014 19:54
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00
Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun 15. júní 2014 13:36