Bubba Watson sigraði á ótrúlegan hátt á HSBC heimsmótinu í Kína 9. nóvember 2014 11:02 Watson setti glompuhöggið á 18. holu niður af stakri snilld. AP Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum. Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum.
Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira