Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Hrund Þórsdóttir skrifar 11. maí 2014 00:01 Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. Mistök við lyfjagjöf eru mjög algeng og leiða í verstu tilfellum til dauða, eins og hjá Pétri Péturssyni sem lést sjöunda janúar síðastliðinn eftir mistök við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi.Bandarísk rannsókn segir raunar 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Ástandið er svipað hér á landi en vona má að það lagist með tilkomu tækis sem íslenskur læknir hefur hannað og þróað. MedEye er lyfjaskanni sem hjúkrunarfræðingur rennir lyfjum í gegnum rétt áður en þau eru gefin sjúklingum. Tækið greinir þau og ber saman við ávísuð lyf til að koma í veg fyrir mistök. „MedEye notar tölvusjón. Það eru teknar mjög margar myndir og töflurnar eru skannaðar með lazer til að mæla þær mjög nákvæmlega, þannig að þetta vinnur fyrst og fremst með útlit; lit, stærð og lögun taflanna,“ segir Ívar Helgason, læknir og stofnandi Mint Solutions. Árangurinn sem vænta má af tækinu fer eftir því hvaða lyf eru í notkun á viðkomandi heilbrigðisstofnun. „En það er hægt að koma í veg fyrir vel yfir 99% af mistökum eins og staðan er í dag,“ segir hann. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er stærsti fjárfestirinn í Mint Solutions og hefur Tækniþróunarsjóður stutt vel við fyrirtækið frá upphafi. Verið er að ganga frá stórri erlendri fjárfestingu en MedEye hefur verið í notkun í Hollandi í rúmt ár. Unnið er að uppsetningu tækisins á yfir þrjátíu spítölum í Evrópu. „Síðan erum við í viðræðum við keðju af hjúkrunarheimilum sem eru með 220 hjúkrunarheimili og rúmlega 20 þúsund rúm. Það er mjög spennandi verkefni.“ Þá hefur fyrirtækið átt í viðræðum við innlenda aðila og Ívar kveðst aðspurður vona að íslenskir sjúklingar njóti góðs af tækninni fljótlega. Um tíu starfsmenn vinna nú hjá Mint Solutions en stefnt er að því að hafa þekkingarhluta fyrirtækisins áfram hér á landi og bæta við starfsfólki. Tengdar fréttir Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. Mistök við lyfjagjöf eru mjög algeng og leiða í verstu tilfellum til dauða, eins og hjá Pétri Péturssyni sem lést sjöunda janúar síðastliðinn eftir mistök við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi.Bandarísk rannsókn segir raunar 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Ástandið er svipað hér á landi en vona má að það lagist með tilkomu tækis sem íslenskur læknir hefur hannað og þróað. MedEye er lyfjaskanni sem hjúkrunarfræðingur rennir lyfjum í gegnum rétt áður en þau eru gefin sjúklingum. Tækið greinir þau og ber saman við ávísuð lyf til að koma í veg fyrir mistök. „MedEye notar tölvusjón. Það eru teknar mjög margar myndir og töflurnar eru skannaðar með lazer til að mæla þær mjög nákvæmlega, þannig að þetta vinnur fyrst og fremst með útlit; lit, stærð og lögun taflanna,“ segir Ívar Helgason, læknir og stofnandi Mint Solutions. Árangurinn sem vænta má af tækinu fer eftir því hvaða lyf eru í notkun á viðkomandi heilbrigðisstofnun. „En það er hægt að koma í veg fyrir vel yfir 99% af mistökum eins og staðan er í dag,“ segir hann. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er stærsti fjárfestirinn í Mint Solutions og hefur Tækniþróunarsjóður stutt vel við fyrirtækið frá upphafi. Verið er að ganga frá stórri erlendri fjárfestingu en MedEye hefur verið í notkun í Hollandi í rúmt ár. Unnið er að uppsetningu tækisins á yfir þrjátíu spítölum í Evrópu. „Síðan erum við í viðræðum við keðju af hjúkrunarheimilum sem eru með 220 hjúkrunarheimili og rúmlega 20 þúsund rúm. Það er mjög spennandi verkefni.“ Þá hefur fyrirtækið átt í viðræðum við innlenda aðila og Ívar kveðst aðspurður vona að íslenskir sjúklingar njóti góðs af tækninni fljótlega. Um tíu starfsmenn vinna nú hjá Mint Solutions en stefnt er að því að hafa þekkingarhluta fyrirtækisins áfram hér á landi og bæta við starfsfólki.
Tengdar fréttir Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00
Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00
Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00