Innlent

Verslingar hlutgera bæði kynin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Síðan Peysopicker er komin aftur upp.
Síðan Peysopicker er komin aftur upp.
Vefsíðan Peysopicker er komin aftur upp en þar getur fólk valið á milli nemenda við Verslunarskóla Íslands sem raðast svo í topp tíu lista.

Vísir fjallaði um síðuna í mars en þá var aðeins hægt að velja á milli stúlkna í fjórða bekk í skólanum.

Nú hefur verið gerð breyting á síðunni og virðist vera hægt að velja á milli stráka og stelpna að þessu sinni.

Síðan vísar til Peysufatadagsins sem haldinn er í skólanum árlega. Peysufatadagurinn í ár var haldinn hátíðlegur þann 29. apríl.

„Þetta er með ólíkindum, óþverraskapur,“ sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskólans í samtali við Vísi þann 29. mars.

Síðan var þá tekin niður síðar sama dag en er nú komin aftur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×