Enski boltinn

Rio og Lampard á leið til QPR?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lampard er samningslaus en verður kannski áfram hjá Chelsea.
Lampard er samningslaus en verður kannski áfram hjá Chelsea. Vísir/Getty
Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, og Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, eru báðir orðaðir við nýliða QPR sem verða aftur á meðal þeirra bestu næsta vetur.

QPR vann Derby, 1-0, í úrslitaleik umspilsins á laugardaginn en BobbyZamora skoraði eina mark leiksins undir lokin fyrir tíu leikmenn QPR.

Ljóst er að Rio Ferdinand hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United en hann fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Samningur Lampards rennur einnig út í sumar og var hann á lista Chelsea yfir þá sem ekki hafa fengið endurnýjaðan samning. Lampard ræðir þó við Chelsea eftir að hann kemur heim frá HM í Brasilíu.

„Við erum vanir þessu hjá QPR. Við erum orðaðir við alla,“ segir PhilipBeard, framkvæmdastjóri QPR, og segir þetta ekkert nema orðróma.

„Þetta eru báðir frábærir leikmenn en ég er viss um að Frank Lampard er meira að spá í ákveðnu móti í Brasilíu núna,“ segir Beard en QPR mun ekki ráðast á félagaskiptamarkaðinn fyrr en búið er að funda um hvaða menn félagið vill fá til sín.

„Allt sem þið lesið í blöðunum á næstu dögum eru bara tilgátur. TonyFernandes [eigandi QPR] er í London núna og hinir eigendurnir eru hér líkan. Við munum ræða við HarryRedknapp og njósnarana okkar á föstudaginn og fara yfir listann af leikmönnum sem við reynum að fá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×