Heima er best Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir skrifar 26. maí 2014 17:23 Fyrir 13 árum fluttum við eiginmaður minn á Akranes, kornung og nýgift. Hér festum við kaup á okkar fyrstu íbúð og í vasanum vorum við með áform um að stofna fjölskyldu. Af hverju við fluttum á Akranes er spurning sem við fengum oft að heyra frá vinum okkar og fjölskyldu, svarið var og er einfalt. Að gera þennan frábæra bæ betri og vinna með íbúum hans fyrir íbúa hans. Ætti þetta ekki að vera í fyrirrúmi? Ég er landsbyggðartútta í húð og hár, fædd og uppalin í litlu sjávarplássi vestur á fjörðum. Þar var ég var alin upp við frjálsræði sem að ég gat ekki séð fyrir mér að geta boðið framtíðarbörnum okkar upp á í Reykjavík þar sem við bjuggum. Ekki það að Reykjavík sé eitthvað verri kostur en hver annar, en þegar maður er alinn upp við það frjálsræði sem ég ólst upp við fyrir vestan þá getur maður ekki hugsað sér að börnin manns fái ekki að upplifa það sama. Á Akranesi sá ég fyrir mér að hér gæti okkur liðið vel og hérna myndu börnin okkar dafna og vaxa upp áhyggjulaus og glöð, sú varð raunin. Ef að satt skal segja var eiginmaðurinn nú ekki alveg til í þetta til að byrja með, en sættist svo á að reyna þetta í ár eða svo. Nú eru liðin 13 ár og er Akranes orðið okkar heimili sem við metum bæði mikils og þykir vænt um. Móttökurnar sem að við fengum voru frábærar, alls staðar vorum við boðin velkomin og okkur tekið opnum örmum. „Pay it forward“ er hugmyndafræði sem er mér mjög hugleikin. Borgaðu það áfram eða einfaldlega hjálpaðu til er eitthvað sem ég reyni eftir fremsta megni að lifa eftir og nú er komin upp sú staða að ég vil hjálpa til í víðari skilningi. Ég vil hjálpa til að gera bæinn minn og okkar að ennþá betri bæ. Þess vegna var það þegar ég fékk boð í byrjun árs um að koma á stofnfund Bjartrar framtíðar á Akranesi að tækifærið kom upp í hendurnar á mér, þarna var flokkur sem ég hrífst af. „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ er setning sem kemur upp í hugann þegar nafn flokksins ber á góma, vegna þess að með samvinnu og gleði að leiðarljósi getum við svo ósköp margt. Öll getum við eitthvað og öll höfum við okkar eiginleika og reynslu. Með fjölbreytileikanum getum við unnið svo ótrúlega margt ef við leggjumst öll á eitt sama hvað flokk við erum bundin eða ekki bundin þá erum við að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Að gera þennan frábæra bæ betri og vinna með íbúum hans fyrir íbúa hans. Ætti þetta ekki að vera í fyrirrúmi? Þarna var komið gullið tækifæri til þess vinna að því að breyta þeim starfsháttum sem að hafa svo oft verið ríkjandi í bæjarpólitíkinni. Einnig að gefa til baka, gefa til baka til fólksins og bæjarins sem tók okkur hjónum svo vel. Mín trú er sú að í sameiningu getum við svo margt, ef við stöndum og vinnum saman öll sem eitt eru okkur allir vegir færir! Ágætu Skagamenn og konur! Með jákvæðu hugarfari og gleði getum við skipt sköpum fyrir bæinn okkar. Með bjartri og glaðri kveðju til ykkar allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir 13 árum fluttum við eiginmaður minn á Akranes, kornung og nýgift. Hér festum við kaup á okkar fyrstu íbúð og í vasanum vorum við með áform um að stofna fjölskyldu. Af hverju við fluttum á Akranes er spurning sem við fengum oft að heyra frá vinum okkar og fjölskyldu, svarið var og er einfalt. Að gera þennan frábæra bæ betri og vinna með íbúum hans fyrir íbúa hans. Ætti þetta ekki að vera í fyrirrúmi? Ég er landsbyggðartútta í húð og hár, fædd og uppalin í litlu sjávarplássi vestur á fjörðum. Þar var ég var alin upp við frjálsræði sem að ég gat ekki séð fyrir mér að geta boðið framtíðarbörnum okkar upp á í Reykjavík þar sem við bjuggum. Ekki það að Reykjavík sé eitthvað verri kostur en hver annar, en þegar maður er alinn upp við það frjálsræði sem ég ólst upp við fyrir vestan þá getur maður ekki hugsað sér að börnin manns fái ekki að upplifa það sama. Á Akranesi sá ég fyrir mér að hér gæti okkur liðið vel og hérna myndu börnin okkar dafna og vaxa upp áhyggjulaus og glöð, sú varð raunin. Ef að satt skal segja var eiginmaðurinn nú ekki alveg til í þetta til að byrja með, en sættist svo á að reyna þetta í ár eða svo. Nú eru liðin 13 ár og er Akranes orðið okkar heimili sem við metum bæði mikils og þykir vænt um. Móttökurnar sem að við fengum voru frábærar, alls staðar vorum við boðin velkomin og okkur tekið opnum örmum. „Pay it forward“ er hugmyndafræði sem er mér mjög hugleikin. Borgaðu það áfram eða einfaldlega hjálpaðu til er eitthvað sem ég reyni eftir fremsta megni að lifa eftir og nú er komin upp sú staða að ég vil hjálpa til í víðari skilningi. Ég vil hjálpa til að gera bæinn minn og okkar að ennþá betri bæ. Þess vegna var það þegar ég fékk boð í byrjun árs um að koma á stofnfund Bjartrar framtíðar á Akranesi að tækifærið kom upp í hendurnar á mér, þarna var flokkur sem ég hrífst af. „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ er setning sem kemur upp í hugann þegar nafn flokksins ber á góma, vegna þess að með samvinnu og gleði að leiðarljósi getum við svo ósköp margt. Öll getum við eitthvað og öll höfum við okkar eiginleika og reynslu. Með fjölbreytileikanum getum við unnið svo ótrúlega margt ef við leggjumst öll á eitt sama hvað flokk við erum bundin eða ekki bundin þá erum við að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Að gera þennan frábæra bæ betri og vinna með íbúum hans fyrir íbúa hans. Ætti þetta ekki að vera í fyrirrúmi? Þarna var komið gullið tækifæri til þess vinna að því að breyta þeim starfsháttum sem að hafa svo oft verið ríkjandi í bæjarpólitíkinni. Einnig að gefa til baka, gefa til baka til fólksins og bæjarins sem tók okkur hjónum svo vel. Mín trú er sú að í sameiningu getum við svo margt, ef við stöndum og vinnum saman öll sem eitt eru okkur allir vegir færir! Ágætu Skagamenn og konur! Með jákvæðu hugarfari og gleði getum við skipt sköpum fyrir bæinn okkar. Með bjartri og glaðri kveðju til ykkar allra!
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun