Talar Dagur gegn betri vitund? Greta Björg Egilsdóttir skrifar 26. maí 2014 15:29 Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar