

Er þetta einmitt sú veröld sem ég vil?
Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í?
Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar.
Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig.
Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu.
Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”
Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”!
Skoðun

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar