Um bútasaum og skipulagsmál Baldur Ó. Svavarsson skrifar 26. maí 2014 11:56 Ég hef alla mína meðvituðu tíð búið hér í Garðabæ. Árin eru 50 ár á þessu ári. Hef fylgst með bænum vaxa frá möl í malbik. Hef verið virkur þáttakandi í bæjarlífinu - sérstaklega Stjörnunni, bæði sem leikmaður, þjálfari, foreldri og stjórnarmaður. Nú síðustu árin reynt að beita mér í pólitíkinni. Það hefur verið skemmtileg og skapandi reynsla. Byggð á hugsjón og gleði - án digurra sjóða. Kynnst þar ógrynni af skemmtilegu og skapandi fólki. Eðli starfs míns vegna, þá hafa skipulagsmál bæjarins verið mér hugleikin um langa hríð. Sumt hefur þar tekist ágætlega - Annað miður vel. Einkennandi fyrir skipulagsgerðina síðustu áratugina hefur oftar enn ekki verið handverk sem kennt er við bútasaum. Einkenni bútasaums er að þá skeyta menn saman óskyldum efnisbútum þannig að þeir myndi saman eina ósamstæða, en brúklega heild, t.d. teppi - nú eða bæjarhluta. Þeir sem stunda bútasuminn sem listgrein hafa þó náð að gera þessar ósamstæðu heildir að einhverju meira en plaggi. Hún móðir mín áttræð er t.a.m í þeim hópi og stundar þessa listgrein af miklum móð, bæði kennir, sýnir. Ég veit að hún er tilbúin að leiðbeina ráðamönnum bæjarins að meistra þessa listgrein sem bútasaumurinn er, ef ætlunin er að halda áfram á þessari braut - En með einu skilyrði þó - að bæjaryfirvöld lækki ósanngjarnan fasteignaskattinn sem á hana er lagður á 50 ára búsetuafmæli hennar í bænum, nú á sumarmánuðum árið 2014. Hjá bænum starfar skipulagsstjóri sem bærinn réð til starfa fyrir nokkrum árum. Þar fer góður fagmaður og ekkert yfir honum að kvarta. Hann hefur hins vegar hvorki mannskap né fjárráð til annars en afgreiðslu skilpulagsmála, ekki til rannsókna eða til mótunar framtíðarsýnar. Til þess er honum skorinn of þröngur stakkurinn - Þetta þarf að bæta. Stöðugleikinn í bútasaumshandverki bæjaryfirvalda við skipulagsgerðina hefur verið einstakur, "einbeittur og traustur" í hart nær hálfa öld. Ásgarðssvæðið hefur þannig t.a.m. liðið fyrir skipulagsleysi í áraraðir og Garðaholtið er á sömu leið, einnig Vífilsstaðir, Prýðishverfið og flerri dæmi má taka. En það er andvaraleysið við gerð miðbæjarskipulagsins sem þó fyllir mælinn. Í Flokksblaðinu Görðum fyrir kosningarnar 1970 stóð stórum stöfum á forsíðu - NÝR MIÐBÆR RÍS Í GARÐAHREPPI (einmitt Garðahreppi) - á þeim stað þar sem hann nú rís. Þar voru þá hesthús. Fréttinni fylgdu teikningar og myndir af líkönum af framtíðarmiðbænum - „og síðan eru liðin mörg ár“, eins segir í textanum. - Það hefur sem sagt tekið Flokkinn um hálfa öld að koma miðbænum á koppinn. Það má því ætla að niðustaðan sé vel ígrundaður og þaulskipulagður miðbær sem nú rís - eftir öll þessi ár með traustum rekstri og stöðugleika - dæmi nú hver fyrir sig. Við okkur blasir nú a.m.k. þrí- ef ekki fjórskiptur miðbær - á tveimur stöðum í ekki stærra bæjarfélagi. Nú er gerð tilraun til að sameina tvær eininganna í eina, í efri hluta miðbæjarins við Garðatorg. Við sem bæjarbúar verðum að taka til hendinni og aðstoða yfirvöld við að virkja þessi ósköp. Eg vona innilega að það takist, en það er viðbúið að það verði erfitt þar sem viðskiptavinirnir eru allir í hinum hluta miðbæjarins - í stærstu vegasjoppu landsins - á umferðaeyju niður við Hafnarfjarðarveg. Skipulagsmál eru rammi um lífsgæði okkar bæjarbúa. Nú þegar unnið er að sameinuðu aðalskipulagi Garðabæjar og Álftaness er mikilvægara en nokkru sinni að móta heildarsýnina. Hörfum nú frá allri bútasaumsgerð og horfum heildstætt á bæinn okkar - og hugsum til langrar framtíðar. Baldur Ó. Svavarsson 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég hef alla mína meðvituðu tíð búið hér í Garðabæ. Árin eru 50 ár á þessu ári. Hef fylgst með bænum vaxa frá möl í malbik. Hef verið virkur þáttakandi í bæjarlífinu - sérstaklega Stjörnunni, bæði sem leikmaður, þjálfari, foreldri og stjórnarmaður. Nú síðustu árin reynt að beita mér í pólitíkinni. Það hefur verið skemmtileg og skapandi reynsla. Byggð á hugsjón og gleði - án digurra sjóða. Kynnst þar ógrynni af skemmtilegu og skapandi fólki. Eðli starfs míns vegna, þá hafa skipulagsmál bæjarins verið mér hugleikin um langa hríð. Sumt hefur þar tekist ágætlega - Annað miður vel. Einkennandi fyrir skipulagsgerðina síðustu áratugina hefur oftar enn ekki verið handverk sem kennt er við bútasaum. Einkenni bútasaums er að þá skeyta menn saman óskyldum efnisbútum þannig að þeir myndi saman eina ósamstæða, en brúklega heild, t.d. teppi - nú eða bæjarhluta. Þeir sem stunda bútasuminn sem listgrein hafa þó náð að gera þessar ósamstæðu heildir að einhverju meira en plaggi. Hún móðir mín áttræð er t.a.m í þeim hópi og stundar þessa listgrein af miklum móð, bæði kennir, sýnir. Ég veit að hún er tilbúin að leiðbeina ráðamönnum bæjarins að meistra þessa listgrein sem bútasaumurinn er, ef ætlunin er að halda áfram á þessari braut - En með einu skilyrði þó - að bæjaryfirvöld lækki ósanngjarnan fasteignaskattinn sem á hana er lagður á 50 ára búsetuafmæli hennar í bænum, nú á sumarmánuðum árið 2014. Hjá bænum starfar skipulagsstjóri sem bærinn réð til starfa fyrir nokkrum árum. Þar fer góður fagmaður og ekkert yfir honum að kvarta. Hann hefur hins vegar hvorki mannskap né fjárráð til annars en afgreiðslu skilpulagsmála, ekki til rannsókna eða til mótunar framtíðarsýnar. Til þess er honum skorinn of þröngur stakkurinn - Þetta þarf að bæta. Stöðugleikinn í bútasaumshandverki bæjaryfirvalda við skipulagsgerðina hefur verið einstakur, "einbeittur og traustur" í hart nær hálfa öld. Ásgarðssvæðið hefur þannig t.a.m. liðið fyrir skipulagsleysi í áraraðir og Garðaholtið er á sömu leið, einnig Vífilsstaðir, Prýðishverfið og flerri dæmi má taka. En það er andvaraleysið við gerð miðbæjarskipulagsins sem þó fyllir mælinn. Í Flokksblaðinu Görðum fyrir kosningarnar 1970 stóð stórum stöfum á forsíðu - NÝR MIÐBÆR RÍS Í GARÐAHREPPI (einmitt Garðahreppi) - á þeim stað þar sem hann nú rís. Þar voru þá hesthús. Fréttinni fylgdu teikningar og myndir af líkönum af framtíðarmiðbænum - „og síðan eru liðin mörg ár“, eins segir í textanum. - Það hefur sem sagt tekið Flokkinn um hálfa öld að koma miðbænum á koppinn. Það má því ætla að niðustaðan sé vel ígrundaður og þaulskipulagður miðbær sem nú rís - eftir öll þessi ár með traustum rekstri og stöðugleika - dæmi nú hver fyrir sig. Við okkur blasir nú a.m.k. þrí- ef ekki fjórskiptur miðbær - á tveimur stöðum í ekki stærra bæjarfélagi. Nú er gerð tilraun til að sameina tvær eininganna í eina, í efri hluta miðbæjarins við Garðatorg. Við sem bæjarbúar verðum að taka til hendinni og aðstoða yfirvöld við að virkja þessi ósköp. Eg vona innilega að það takist, en það er viðbúið að það verði erfitt þar sem viðskiptavinirnir eru allir í hinum hluta miðbæjarins - í stærstu vegasjoppu landsins - á umferðaeyju niður við Hafnarfjarðarveg. Skipulagsmál eru rammi um lífsgæði okkar bæjarbúa. Nú þegar unnið er að sameinuðu aðalskipulagi Garðabæjar og Álftaness er mikilvægara en nokkru sinni að móta heildarsýnina. Hörfum nú frá allri bútasaumsgerð og horfum heildstætt á bæinn okkar - og hugsum til langrar framtíðar. Baldur Ó. Svavarsson 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun