Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Breiðablik 1-2 | Torsóttur sigur Blika Ingvi Þór Sæmundsson í Kórnum skrifar 26. maí 2014 11:10 Tómas Óli Garðarsson með boltann fyrir Breiðablik. Axel Kári Vignisson er til varnar. Vísir/Daníel Breiðablik fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið lagði nágranna sína í HK að velli með tveimur mörkum gegn einu í 3. umferð Borgunarbikarsins í kvöld.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Það var ólíkt að sjá þennan leik og leik liðanna í Borgunarbikarnum í fyrra. Þótt möguleikar HK í þeim leik hafi fokið út um gluggann þegar Stefán Jóhann Eggertsson fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik, þá áttu HK-ingar aldrei möguleika í leiknum fyrir ári. Breiðablik var einfaldlega með of sterkt lið. Þá var öryggi, yfirvegun og sannfæring yfir leik Blika sem hefur ekki verið til staðar í upphafi þessa tímabils. Sigurinn í kvöld var torsóttur og HK-ingar settu Blika í mikil vandræði á köflum í leiknum. Gestunum tókst hins vegar að halda sjó og tryggja sér sigur sem gæti reynst afar dýrmætur upp á framhaldið að gera. Leikurinn var í ágætis jafnvægi í fyrri hálfleik. Eins og við mátti búast voru Blikar miklu meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Vörn HK hélt hins vegar að stærstum hluta og fyrir aftan hana var Beitir Ólafsson öryggið uppmálað í markinu. Og í eina skiptið sem gestirnir sigruðust á Beiti kom tréverkið heimamönnum til bjargar þegar skot Elfars Freys Helgasonar af stuttu færi eftir hornspyrnu small í slánni. En þótt HK-ingar hafi eytt meirihluta fyrri hálfleiks án boltans inni á eigin vallarhelmingi, þá voru skyndisóknir þeirra ávallt hættulegar. Eftir eina slíka komst Hörður Magnússon, hættulegasti maður HK í leiknum, einn í gegn hægra megin í vítateignum, en fyrrum samherji hans, Gunnleifur Gunnleifsson, sá við honum og varði vel. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Blikar tóku forystuna á 64. mínútu þegar Árni Vilhjálmsson bjó sér til pláss vinstra megin í vítateignum og skaut boltanum í varnarmann HK og inn. Eftir mark Árna átti HK sinn besta kafla í leiknum, en það er kannski það jákvæðasta sem Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, getur tekið úr leiknum; hans menn risu upp á afturlappirnar eftir að hafa verið slegnir niður og voru mun sterkari aðilinn liði næstu 15 mínúturnar eða svo. Gunnleifur hélt áfram að gera fyrrum samherjum sínum lífið leitt með mikilvægum markvörslum bæði frá Guðmundi Atla Steinþórssyni og Herði. Hann kom þó engum vörnum við þegar Hörður jafnaði leikinn á 74. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Guðmundi Atla. Tveimur mínútum síðar fékk sá síðarnefndi gott færi til að koma HK yfir, en Gunnleifur bjargaði gestunum. Heimamönnum hefndist fyrir að nýta ekki færin á 80. mínútu þegar Jordan Halsman kom Blikum yfir með góðu skoti, rétt innan vítateigs vinstra megin. Skotið var fast og fór framhjá Beiti og í hornið fjær. HK-ingar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn það sem eftir var, en án árangurs. Halsman hefði getað gulltryggt sigur Blika þegar hann komst einn gegn Beiti sem varði skot hans. Það kom hins vegar ekki að sök og Blikar fögnuðu kærkomnum sigri í hörkuleik, gegn sterku HK-liði sem getur verið stolt af frammistöðu sinni í leiknum.Gunnleifur Gunnleifsson með útspark gegn sínum gömlu félögum.Vísir/DaníelGunnleifur: Stjórn HK gerði vel í að ráða Þorvald "Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná fyrsta sigrinum á tímabilinu og vonandi kveikir þetta neistann hjá okkur," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn á hans gömlu félögum í HK. "Við bjuggumst við að leikurinn yrði svona, að HK myndi liggja til baka. Ég fylgist vel með HK-liðinu og persónulega finnst mér nýtt og betra yfirbragð á félaginu og fótboltanum sem liðið spilar. Það er allt annar bragur yfir þeim en í fyrra. "Ég held að stjórnin hafi gert vel í að ráða Þorvald Örlygsson til starfa," sagði Gunnleifur, en var ekkert erfitt að spila gegn uppeldisfélaginu þar sem hann átt mörg góð ár. "Nei. Þú ferð bara í gallann og spilar fyrir þitt lið og gerir þitt allra besta til að liðið þitt vinni. Það er ekkert öðruvísi." En hvað var Gunnleifur ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? "Ég var ánægður með þolinmæðina sem við sýndum, það hefði verið auðvelt að falla í einhverja neikvæðni ef við hefðum ekki náð að skora snemma. Ég var ánægður með þolinmæðina og einnig hvað við vorum sterkir eftir að þeir jafna," sagði markvörðurinn öflugi að endingu.Þorvaldur Örlygsson stýrir HK-ingunum sínum frá hliðarlínunni.Vísir/DaníelÞorvaldur: Vorum alltaf inni í leiknum "Þetta gekk ekki í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, eftir tapið fyrir Breiðabliki í kvöld. "Það var s.s. vitað að annað liðið myndi þurfa að hverfa á brott úr þessari keppni í kvöld. Þetta er skemmtileg keppni og það voru mikil læti í kvöld og við lögðum okkur alla fram, en þetta datt ekki með okkur í kvöld." HK-ingar spiluðu vel á löngum köflum í leiknum og fengu góð færi til að skora fleiri mörk. "Okkar plan gekk það vel að við vorum inni í leiknum allan tímann. Í stöðunni 2-1 og 1-1 fáum við góð færi til skora og í fyrri hálfleik áttum við einnig ágætis möguleika á skyndiupphlaupum. "Þeir voru meira með boltann og pressuðu á okkur, en mér fannst við leggja okkur fram og liðið var duglegt. Við erum að bæta okkur sem lið og bæta okkar spilamennsku. Þetta var fínn leikur af okkar hálfu í dag," sagði Þorvaldur, en hans lið hefur byrjað tímabilið vel. HK hefur fengið sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum í 1. deildinni og liðið lítur ágætlega út. "Það er voða lítið hægt að tala um byrjunina á mótinu, það eru það fáir leikir búnir. Við erum varla komnir inn í júní, svo við skulum bara klára fyrri umferðina og sjá hvernig okkur gengur," sagði Þorvaldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Breiðablik fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið lagði nágranna sína í HK að velli með tveimur mörkum gegn einu í 3. umferð Borgunarbikarsins í kvöld.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Það var ólíkt að sjá þennan leik og leik liðanna í Borgunarbikarnum í fyrra. Þótt möguleikar HK í þeim leik hafi fokið út um gluggann þegar Stefán Jóhann Eggertsson fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik, þá áttu HK-ingar aldrei möguleika í leiknum fyrir ári. Breiðablik var einfaldlega með of sterkt lið. Þá var öryggi, yfirvegun og sannfæring yfir leik Blika sem hefur ekki verið til staðar í upphafi þessa tímabils. Sigurinn í kvöld var torsóttur og HK-ingar settu Blika í mikil vandræði á köflum í leiknum. Gestunum tókst hins vegar að halda sjó og tryggja sér sigur sem gæti reynst afar dýrmætur upp á framhaldið að gera. Leikurinn var í ágætis jafnvægi í fyrri hálfleik. Eins og við mátti búast voru Blikar miklu meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Vörn HK hélt hins vegar að stærstum hluta og fyrir aftan hana var Beitir Ólafsson öryggið uppmálað í markinu. Og í eina skiptið sem gestirnir sigruðust á Beiti kom tréverkið heimamönnum til bjargar þegar skot Elfars Freys Helgasonar af stuttu færi eftir hornspyrnu small í slánni. En þótt HK-ingar hafi eytt meirihluta fyrri hálfleiks án boltans inni á eigin vallarhelmingi, þá voru skyndisóknir þeirra ávallt hættulegar. Eftir eina slíka komst Hörður Magnússon, hættulegasti maður HK í leiknum, einn í gegn hægra megin í vítateignum, en fyrrum samherji hans, Gunnleifur Gunnleifsson, sá við honum og varði vel. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Blikar tóku forystuna á 64. mínútu þegar Árni Vilhjálmsson bjó sér til pláss vinstra megin í vítateignum og skaut boltanum í varnarmann HK og inn. Eftir mark Árna átti HK sinn besta kafla í leiknum, en það er kannski það jákvæðasta sem Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, getur tekið úr leiknum; hans menn risu upp á afturlappirnar eftir að hafa verið slegnir niður og voru mun sterkari aðilinn liði næstu 15 mínúturnar eða svo. Gunnleifur hélt áfram að gera fyrrum samherjum sínum lífið leitt með mikilvægum markvörslum bæði frá Guðmundi Atla Steinþórssyni og Herði. Hann kom þó engum vörnum við þegar Hörður jafnaði leikinn á 74. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Guðmundi Atla. Tveimur mínútum síðar fékk sá síðarnefndi gott færi til að koma HK yfir, en Gunnleifur bjargaði gestunum. Heimamönnum hefndist fyrir að nýta ekki færin á 80. mínútu þegar Jordan Halsman kom Blikum yfir með góðu skoti, rétt innan vítateigs vinstra megin. Skotið var fast og fór framhjá Beiti og í hornið fjær. HK-ingar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn það sem eftir var, en án árangurs. Halsman hefði getað gulltryggt sigur Blika þegar hann komst einn gegn Beiti sem varði skot hans. Það kom hins vegar ekki að sök og Blikar fögnuðu kærkomnum sigri í hörkuleik, gegn sterku HK-liði sem getur verið stolt af frammistöðu sinni í leiknum.Gunnleifur Gunnleifsson með útspark gegn sínum gömlu félögum.Vísir/DaníelGunnleifur: Stjórn HK gerði vel í að ráða Þorvald "Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná fyrsta sigrinum á tímabilinu og vonandi kveikir þetta neistann hjá okkur," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn á hans gömlu félögum í HK. "Við bjuggumst við að leikurinn yrði svona, að HK myndi liggja til baka. Ég fylgist vel með HK-liðinu og persónulega finnst mér nýtt og betra yfirbragð á félaginu og fótboltanum sem liðið spilar. Það er allt annar bragur yfir þeim en í fyrra. "Ég held að stjórnin hafi gert vel í að ráða Þorvald Örlygsson til starfa," sagði Gunnleifur, en var ekkert erfitt að spila gegn uppeldisfélaginu þar sem hann átt mörg góð ár. "Nei. Þú ferð bara í gallann og spilar fyrir þitt lið og gerir þitt allra besta til að liðið þitt vinni. Það er ekkert öðruvísi." En hvað var Gunnleifur ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? "Ég var ánægður með þolinmæðina sem við sýndum, það hefði verið auðvelt að falla í einhverja neikvæðni ef við hefðum ekki náð að skora snemma. Ég var ánægður með þolinmæðina og einnig hvað við vorum sterkir eftir að þeir jafna," sagði markvörðurinn öflugi að endingu.Þorvaldur Örlygsson stýrir HK-ingunum sínum frá hliðarlínunni.Vísir/DaníelÞorvaldur: Vorum alltaf inni í leiknum "Þetta gekk ekki í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, eftir tapið fyrir Breiðabliki í kvöld. "Það var s.s. vitað að annað liðið myndi þurfa að hverfa á brott úr þessari keppni í kvöld. Þetta er skemmtileg keppni og það voru mikil læti í kvöld og við lögðum okkur alla fram, en þetta datt ekki með okkur í kvöld." HK-ingar spiluðu vel á löngum köflum í leiknum og fengu góð færi til að skora fleiri mörk. "Okkar plan gekk það vel að við vorum inni í leiknum allan tímann. Í stöðunni 2-1 og 1-1 fáum við góð færi til skora og í fyrri hálfleik áttum við einnig ágætis möguleika á skyndiupphlaupum. "Þeir voru meira með boltann og pressuðu á okkur, en mér fannst við leggja okkur fram og liðið var duglegt. Við erum að bæta okkur sem lið og bæta okkar spilamennsku. Þetta var fínn leikur af okkar hálfu í dag," sagði Þorvaldur, en hans lið hefur byrjað tímabilið vel. HK hefur fengið sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum í 1. deildinni og liðið lítur ágætlega út. "Það er voða lítið hægt að tala um byrjunina á mótinu, það eru það fáir leikir búnir. Við erum varla komnir inn í júní, svo við skulum bara klára fyrri umferðina og sjá hvernig okkur gengur," sagði Þorvaldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira