Fótbolti

Aðeins FCK neitaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar í leik með FCK.
Ragnar í leik með FCK. Nordic Photos / Getty
FCK var eina liðið sem neitaði KSÍ um leikmenn fyrir æfingaleik Íslands gegn Svíum í Abú Dabí þann 21. janúar næstkomandi.

Þetta kom fram á blaðamannafundi KSÍ í morgun en þar var landsliðshópur Íslands kynntur. Þar sem leikurinn fer ekki fram á alþjóðlegum leikdegi var aðeins hægt að velja leikmenn sem spila á Íslandi eða öðrum Norðurlöndum.

Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara Íslands, sagði að öll lið sem KSÍ leitaði til hafi tekið vel í ósk sambandsins um að fá leikmenn þeirra í verkefnið, nema FCK. Með því leika Ragnar Sigurðsson, Rúrik Gíslason og Kristján Flóki Finnbogason.

Alls eru fjórir leikmenn í landsliðshópnum sem spila með íslenskum liðum en fjórir til viðbótar sem spiluðu hér á landi síðastliðið sumar en hafa síðan þá gengið til liðs við félag á Norðurlöndunum.

Þá kom einnig fram á fundinum að Emil Atlason hafi verið eini leikmaðurinn sem hafi ekki getað gefið kost á sér í verkefnið vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×