Enski boltinn

Berahino búinn að koma WBA aftur yfir á móti United - sjáið markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saido Berahino fagnar marki sínu.
Saido Berahino fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Saido Berahino kom West Bromwich Albion aftur yfir á móti Manchester United í lokaleik áttundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Staðan er nú 2-1 fyrir WBA.

Saido Berahino skoraði markið sitt á 66. mínútu leiksins eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Manchester United eftir stungusendingu frá Chris Bunt. Berahino var eldfljótur að átta sig og skoraði laglega framhjá David De Gea.

Benín-maðurinn Stephane Sessegnon kom West Brom í 1-0 á 8. mínútu leiksins en varamaðurinn Marouane Fellaini jafnaði metin á 48. mínútu eða aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.

Saido Berahino var þarna að skora sitt sjötta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann er markahæsti enski leikmaðurinn í deildinni. Það er hægt að sjá mark hans hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×