Kristinn Jónsson ekki á heimleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2014 13:00 Kristinn Jónsson er með samning við Breiðablik út næsta tímabil. vísir/vill Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira