Formúla 1

Ekkert bann við kleinuhringjum í formúlunni

Kleinuhringir munu vera leyfilegir í lok keppni í Formúlu 1 á komandi tímabili. Þá snúa ökumenn bílum sínum á punktinum og spóla aftur dekkjunum.

Sebastian Vettel tók upp á þessu til að fagna sigrum á síðasta tímabils og var lið hans Red Bull sektað fyrir uppátækið. Sektin nam rúmum 4 milljónum króna.

Vettel fékk áminningu fyrir að skila bílnum ekki rakleiðis í skoðun eftir keppni. Stöðvaði hann við endamarkið til að framkvæma kleinuhringi og fagna sínum fjórða heimsmeistaratitli á brautinni á Indlandi.

Skilyrðin fyrir því að kleinuhringirnir teljist löglegir eru meðal annars að þeir séu framkvæmdir á öruggan hátt. Einnig mega þeir ekki kasta vafa á lögmæti bílsins né valda töfum á verðlaunaafhendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×