Innlent

DV sýknað af kröfu Stefáns en Sara Lind fær bætur

Stefáns Einars Stefánssonar, fyrrverandi formaður VR (t.v.), og Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Stefáns Einars Stefánssonar, fyrrverandi formaður VR (t.v.), og Reynir Traustason, ritstjóri DV. vísir/heiða/stefán
Útgáfufélag DV og Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, voru sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af stefnu Stefáns Einars Stefánssonar vegna ummæla í umfjöllun um hann. Hins vegar voru ummæli blaðsins um Söru Lind Guðbergsdóttur, unnustu Stefáns, dæmd dauð og ómerk og blaðinu gert að greiða henni miskabætur.

Viðskiptablaðið greinir frá en málið snýst um umfjöllun DV þar sem fullyrt var að Stefán hefði ráðið Söru Lind í starf hjá VR þegar hann gegndi þar formennsku. Þessu höfnuðu Stefán og Sara Lind og sögðu þau sambandið hafa hafist eftir að Sara Lind hóf störf.

DV og ritstjórinn voru dæmd til að greina Söru Lind 300 þúsund krónur í miskabætur og 621 þúsund króna málskostnað.


Tengdar fréttir

Meiðyrðamál gegn DV fyrir dómi

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Söru Lindar Guðbergsdóttur starfsmanns VR og ástkonu fyrrverandi formanns VR gegn Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og blaðamanni blaðsins, stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×