Bayern í tölum | Hvert metið slegið á fætur öðru Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 14:00 Bæjarar gera lítið annað en að vinna fótboltaleiki. Vísir/Getty Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30
Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45