Sport

Kinverskur risi ætlar sér alla leið í þungavigtinni

Zhang Zhilei í hringnum.
Zhang Zhilei í hringnum. vísir/getty
Kínverjar gætu verið að eignast stjörnu í þungavigt hnefaleikanna en risinn Zhang Zhilei er á leið í atvinnumannahnefaleika.

Þessi strákur er rúmir tveir metrar að hæð og hann vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Hann er búinn að skrifa undir samning við umboðsmannaskrifstofu í Bandaríkjunum og nú er komið að því að láta hnefana tala.

"Minn draumur er að verða heimsmeistari einn daginn," sagði hinn 31 árs gamli Zhilei en hann tapaði í átta liða úrslitum á ÓL í London árið 2012.

"Ég er að æfa öðruvísi í Bandaríkjunum en ég gerði heima. Það tók sinn tíma að venjast því. Nú er ég kominn í miklu betra form og ég tel mig geta farið alla leið."

Þó svo Kínverjinn sé að hefja atvinnumannaferil sinn á fertugsaldri þá hafa umboðsmenn hans mikla trú á því að hann geti farið mjög langt í þungavigtinni.

"Þessi strákur á eftir að verða mikilvægasti þungavigarboxarinn síðan Klitschko-bræðurnir komu fram á sjónarsviðið," sagði umbinn hans.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×