„Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2014 14:16 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna. Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna.
Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00
Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04
Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24
Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53
Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30
Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29