Enski boltinn

Rojo nálgast Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marcos Rojo í leik gegn Íran á HM en hann sló í gegn á mótinu.
Marcos Rojo í leik gegn Íran á HM en hann sló í gegn á mótinu. Vísir/Getty
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo er á leið til Manchester United á Englandi en þetta staðfesti hann í samtali við argentínska útvarpsstöð í nótt.

Talið er að Manchester United greiði Sporting 20 milljónir evra ásamt því að Luis Nani, leikmaður Man Utd, fari á láni til Sporting og verður þar út tímabilið.

Rojo neitaði að æfa með liði Sporting á dögunum til þess að reyna að setja pressu á forráðamenn liðsins að samþykkja tilboð Manchester United en hann baðst seinna afsökunar á framferði sínu.

„“Þetta er draumur að rætast að ég sé að verða leikmaður Manchester United. Það var ekki auðvelt að yfirgefa Sporting en ég talaði við Juan Sebastian Veron og hann mældi með félaginu,“ sagði Rojo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×