Ísland gæti verið í vitorði um stríðsglæpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 19:58 Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira