Ísland gæti verið í vitorði um stríðsglæpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 19:58 Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira