Dýrasta íþróttamót sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2014 10:00 Katarar ætla sér að endurskrifa HM-söguna með ótrúlega glæsilegu móti á leikvöngum sem eiga sér enga líka. Vísir/Getty Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí. Fótbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí.
Fótbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira