Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Fanney Birna Jóndóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Starfsmenn Caruso fengu loksins í gær að sækja persónulegar eigur sínar á Caruso eftir að húseigendur yfirtóku staðinn. Fréttablaðið/Vilhelm José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira