Minn líkami, mín réttindi Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. mars 2014 10:30 Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun