Minn líkami, mín réttindi Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. mars 2014 10:30 Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun