Sport

Aníta með besta árangurinn á MÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir sést hér í hlaupinu sínu í dag.
Aníta Hinriksdóttir sést hér í hlaupinu sínu í dag. Vísir/Daníel
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var með stigahæsta afrekið á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í dag. Hún hlaut 1132 stig fyrir árangur sinn í 800 m hlaupi, en hún kom í mark á tímanum 2:02,93 sekúndur.

 

Kristinn Þór Kristinsson úr HSK hlaut 1016 stig fyrir sigur sinn í 800 m hlaupi karla en hann kom í mark á tímanum 1:52,25 mínútur.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA hlaut 1021 stig fyrir sigurtíma sinn í 200 m hlaupi karla en hann kom í mark á 21,76 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR kom annar í mark á 21,98 sekúndum sem gefa 990 stig.

 

Hafdís Sigurðardóttir úr UFA hlaut 1077 stig fyrir sigurtíma sinn í 200 metra hlaupi kvenna sem var 24,21 sekúndur en Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR 1070 fékk stig fyrir að hlaupa á 24,30 sekúndum.

 

Íslandsmet Hafdísar í langstökki upp á 6,40 metra, gaf henni 1073 stig og sigurtími hennar í 60 metra hlaupi, 7,58 sekúndur, skilaði henni 1053 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×