Kristján Freyr Kristjánsson ráðinn til Meniga Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 18:02 Kristján mun bera ábyrgð á öllum íslenskum viðskiptum Meniga. Vísir/Valli Kristján Freyr Kristjánsson hefur verið ráðinn í framkvæmdastjórn Meniga og mun bera ábyrgð á öllum íslenskum viðskiptum fyrirtækisins. Kristján lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri Klak Innovit eftir fimm ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. „Kristján þekkir Meniga vel og hefur fylgst fyrirtækinu frá því það hóf starfsemi í húsakynnum Klak Innovit árið 2009. Meniga hefur frá þeim tíma vaxið úr fjögurra manna þróunarverkefni í leiðandi heimilisfjármálalausn í Evrópu og víðar með 70 starfsmenn í þremur löndum. Lausnir Meniga eru nú aðgengilegar rúmlega 10 milljónum notenda í 16 löndum. Við hlökkum mikið til að fá Kristján til liðs við okkur við þróun nýrra lausna sem kynntar verða á árinu og verður spennandi að fylgjast með því hvernig Íslendingar taka þeim,“ segir Viggó Ásgeirsson, einn stofnenda Meniga. Kristján segir það mjög spennandi verkefni að ganga til liðs við Meniga, enda sé það í hópi þeirra fyrirtækja sem náð hafa hvað mestum árangri allra þeirra fyrirtækja sem hafi tekið þátt í verkefnum Klak Innovit. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að vinna með því hæfileikaríka starfsfólki Meniga sem hefur komið fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag. Ég hlakka sömuleiðis til að vinna með frábærum samstarfsaðilum fyrirtækisins og traustum og góðum viðskiptavinum þess sem mynda sterkan grunn að framtíðarvexti fyrirtækisins. Það verður afar spennandi að kynna það sem er í pípunum hjá Meniga á komandi misserum,“ segir Kristján. Kristján Freyr hóf störf hjá Klak Innovit árið 2009, þá Innovit og tók við sem framkvæmdastjóri 2011 og er einn af eigendum félagsins. Hann hefur frá þeim tíma leitt lykilverkefni félagsins þar á meðal frumkvöðlakeppnina Gulleggið, Seed Forum og StartupReykjavik. Kristján er viðurkenndur umsjónaraðili Atvinnu- og nýsköpunarhelga á vegum „StartupWeekend“ í Seattle en um þúsund slíkir viðburðir fara fram árlega. Þá hefur hann stýrt vinnusmiðjum um land allt, á Norðurlöndum og Íran og haldið fjölmörg erindi um heim allan sem tengjast frumkvöðlastarfi. Kristján hefur samhliða starfi sínu fyrir Klak Innovit kennt námskeið um þróun viðskiptahugmynda við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Bifröst og Kvikmyndaskóla Íslands. Kristján hefur lokið B.A. í stjórnamálafræði frá Háskóla Íslands ásamt M.Sc. í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Áður starfaði Kristján á fyrirtækjasviði Landsbankans. Þá situr Kristján í stjórnum ýmissa fyrirtækja en þar ber helst að nefna Icelandic Glacial. Kristján hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina og var meðal annars oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands. Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Kristján Freyr Kristjánsson hefur verið ráðinn í framkvæmdastjórn Meniga og mun bera ábyrgð á öllum íslenskum viðskiptum fyrirtækisins. Kristján lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri Klak Innovit eftir fimm ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. „Kristján þekkir Meniga vel og hefur fylgst fyrirtækinu frá því það hóf starfsemi í húsakynnum Klak Innovit árið 2009. Meniga hefur frá þeim tíma vaxið úr fjögurra manna þróunarverkefni í leiðandi heimilisfjármálalausn í Evrópu og víðar með 70 starfsmenn í þremur löndum. Lausnir Meniga eru nú aðgengilegar rúmlega 10 milljónum notenda í 16 löndum. Við hlökkum mikið til að fá Kristján til liðs við okkur við þróun nýrra lausna sem kynntar verða á árinu og verður spennandi að fylgjast með því hvernig Íslendingar taka þeim,“ segir Viggó Ásgeirsson, einn stofnenda Meniga. Kristján segir það mjög spennandi verkefni að ganga til liðs við Meniga, enda sé það í hópi þeirra fyrirtækja sem náð hafa hvað mestum árangri allra þeirra fyrirtækja sem hafi tekið þátt í verkefnum Klak Innovit. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að vinna með því hæfileikaríka starfsfólki Meniga sem hefur komið fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag. Ég hlakka sömuleiðis til að vinna með frábærum samstarfsaðilum fyrirtækisins og traustum og góðum viðskiptavinum þess sem mynda sterkan grunn að framtíðarvexti fyrirtækisins. Það verður afar spennandi að kynna það sem er í pípunum hjá Meniga á komandi misserum,“ segir Kristján. Kristján Freyr hóf störf hjá Klak Innovit árið 2009, þá Innovit og tók við sem framkvæmdastjóri 2011 og er einn af eigendum félagsins. Hann hefur frá þeim tíma leitt lykilverkefni félagsins þar á meðal frumkvöðlakeppnina Gulleggið, Seed Forum og StartupReykjavik. Kristján er viðurkenndur umsjónaraðili Atvinnu- og nýsköpunarhelga á vegum „StartupWeekend“ í Seattle en um þúsund slíkir viðburðir fara fram árlega. Þá hefur hann stýrt vinnusmiðjum um land allt, á Norðurlöndum og Íran og haldið fjölmörg erindi um heim allan sem tengjast frumkvöðlastarfi. Kristján hefur samhliða starfi sínu fyrir Klak Innovit kennt námskeið um þróun viðskiptahugmynda við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Bifröst og Kvikmyndaskóla Íslands. Kristján hefur lokið B.A. í stjórnamálafræði frá Háskóla Íslands ásamt M.Sc. í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Áður starfaði Kristján á fyrirtækjasviði Landsbankans. Þá situr Kristján í stjórnum ýmissa fyrirtækja en þar ber helst að nefna Icelandic Glacial. Kristján hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina og var meðal annars oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands.
Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira