Byggðasafnið græðir á fjölgun ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2014 20:30 Vaxandi ferðamannastraumur hefur reynst happafengur fyrir menningarstofnanir víða um land. Þannig er Byggðasafnið á Skógum farið að skila tugmilljóna hagnaði en meginhluti gesta eru erlendir ferðamenn. Skógafoss er auðvitað helsta aðdráttaraflið á Skógum en ekki það eina. Því eftir að hafa skoðað fossinn fara ferðamennirnir gjarnan á Byggðasafnið. Á síðasta ári komu yfir 60 þúsund gestir að skoða safnið, frá áramótum eru þeir yfir 10 þúsund, að sögn Sverris Magnússonar, framkvæmdastjóra Byggðasafnsins á Skógum, sem segir stefna í 70-75 þúsund gesti á þessu ári.Gömlu torfhúsin eru meðal þess sem heillar erlendu ferðamennina mest.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSafnið er orðinn stærsti vinnustaður undir Eyjafjöllum, með átta fasta starfsmenn yfir veturinn og tuttugu yfir sumartímann. Safnið fær ekki aðeins tekjur af aðgangseyri heldur einnig af verslun og veitingasölu og nú er svo komið að það hreinlega mokgræðir. Hagnaður á síðasta ári var um 20 milljónir króna og hann hefur undanfarin ár verið á bilinu 20-25 milljónir króna á ári, segir Sverrir í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Áttæringurinn Pétursey er einn merkasti gripur safnsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 80 prósent gesta eru útlendingar. Vaxandi ferðamannastraumur þýðir bara ennþá meiri hagnað. Þórður Tómasson byggði upp safnið og þótt kominn sé á tíræðisaldur gegnir hann þar enn lykilhlutverki í að fræða gesti safnsins. Þeir Sverrir eru sammála um að einn merkasti safngripurinn sé áttæringurinn Pétursey.Þórður Tómasson safnvörður.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Safnið er hins vegar afar fjölbreytt og í mörgum deildum, eins og stærðar samgongusafn með allskyns tækjum og tólum, þar sem tæknibyltingu síðustu hundrað ára er lýst. „En þegar upp er staðið þá held ég að þessi gamli hluti, það er að segja byggðasafnið og gömlu torfhúsin, sé það sem heillar útlendingana mest,” segir Sverrir.Samgöngusafnið geymir sögu tæknivæðingar síðustu aldar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSaga fyrsta bílsins sem ók yfir Sprengisand er sögð á safninu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. 15. apríl 2014 21:00 Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Vaxandi ferðamannastraumur hefur reynst happafengur fyrir menningarstofnanir víða um land. Þannig er Byggðasafnið á Skógum farið að skila tugmilljóna hagnaði en meginhluti gesta eru erlendir ferðamenn. Skógafoss er auðvitað helsta aðdráttaraflið á Skógum en ekki það eina. Því eftir að hafa skoðað fossinn fara ferðamennirnir gjarnan á Byggðasafnið. Á síðasta ári komu yfir 60 þúsund gestir að skoða safnið, frá áramótum eru þeir yfir 10 þúsund, að sögn Sverris Magnússonar, framkvæmdastjóra Byggðasafnsins á Skógum, sem segir stefna í 70-75 þúsund gesti á þessu ári.Gömlu torfhúsin eru meðal þess sem heillar erlendu ferðamennina mest.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSafnið er orðinn stærsti vinnustaður undir Eyjafjöllum, með átta fasta starfsmenn yfir veturinn og tuttugu yfir sumartímann. Safnið fær ekki aðeins tekjur af aðgangseyri heldur einnig af verslun og veitingasölu og nú er svo komið að það hreinlega mokgræðir. Hagnaður á síðasta ári var um 20 milljónir króna og hann hefur undanfarin ár verið á bilinu 20-25 milljónir króna á ári, segir Sverrir í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Áttæringurinn Pétursey er einn merkasti gripur safnsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 80 prósent gesta eru útlendingar. Vaxandi ferðamannastraumur þýðir bara ennþá meiri hagnað. Þórður Tómasson byggði upp safnið og þótt kominn sé á tíræðisaldur gegnir hann þar enn lykilhlutverki í að fræða gesti safnsins. Þeir Sverrir eru sammála um að einn merkasti safngripurinn sé áttæringurinn Pétursey.Þórður Tómasson safnvörður.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Safnið er hins vegar afar fjölbreytt og í mörgum deildum, eins og stærðar samgongusafn með allskyns tækjum og tólum, þar sem tæknibyltingu síðustu hundrað ára er lýst. „En þegar upp er staðið þá held ég að þessi gamli hluti, það er að segja byggðasafnið og gömlu torfhúsin, sé það sem heillar útlendingana mest,” segir Sverrir.Samgöngusafnið geymir sögu tæknivæðingar síðustu aldar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSaga fyrsta bílsins sem ók yfir Sprengisand er sögð á safninu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. 15. apríl 2014 21:00 Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45
Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. 15. apríl 2014 21:00
Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30