Íslenska U17 ára landsliðið í blaki tapaði gegn Færeyjum í 8-liða úrslitum Nevza-mótið. Mótið fer fram á Englandi, en lokatölur gegn Færeyjum 3-2.
Lokatölur voru eins og fyrr segir 3-2 sigur Færeyinga (23-25, 25-22, 25-17, 21-25, 15-11). Íslenska liðið mun spila um 5. - 7. sæti mótsins við England og Noreg.
Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst með 24 stig, en næst kom María Rún Karlsdóttir með 14 og Sigdís Lind Sigurðardóttir með 14.
Naumt tap gegn Færeyjum
Anton Ingi Leifsson skrifar
