Fóstureyðing í öllum greindum tilvikum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. nóvember 2014 11:15 Þessi mynd af Birtu Möller Óladóttur var tekin fyrir tveimur árum þegar hún var tveggja ára. Mynd/Úr einkasafni Á árunum 2007 til 2012 endaði meðganga í 83 tilfellum með fóstureyðingu vegna litningagalla sem greindist við fósturskimun við 12 vikna meðgöngu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur alþingismanns um fósturgreiningar. Á þessum árum greindust alls 49 tilvik af litningagöllum öðrum en þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenni. Í 45 tilfellum endaði meðganga með fóstureyðingu. Alls greindust 38 tilvik af þrístæðu 21 við 12 vikur. Allar meðgöngurnar enduðu með fóstureyðingu. Þetta kemur Jónu Maríu Ásmundsdóttur, formanni Félags áhugafólks um Downs-heilkenni, ekki á óvart. „En það er sláandi að öllum þessum börnum skuli vera eytt. Það eiga allir að vera eins, og steyptir í sama mót. Fólk er hrætt við eitthvað sem er öðru vísi en sem betur fer eru ekki allir eins. Það er rosalega skrýtið að þessir 38 einstaklingar skyldu ekki kynna sér málið hjá okkur. Ég gekk í félagið fyrir fjórum árum þegar dóttir mín fæddist með Downs-heilkenni. Ég hef aldrei fengið símtal frá fólki sem vill fá fræðslu hjá okkur. Fólk lítur á það sem eitthvað skelfilegt að eignast svona barn en það er það ekki,“ segir Jóna María og bætir því við að spyrja megi hvort það sé siðferðislega rétt að geta sigtað út og eytt. Hún tekur það þó fram að hún dæmi engan.Jóna María ÁsmundsdóttirSjálf kveðst hún hafa ákveðið að fara ekki í frekari rannsóknir þegar hún fékk að vita við 12 vikna meðgöngu að auknar líkur væru á að barnið sem hún gengi með væri með Downs-heilkenni. „Heilbrigðisstarfsmenn ýttu á mig að fá staðfestingu með frekari rannsókn en ég ákvað að gera það ekki.“ Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að verðandi foreldrum sé boðin ráðgjöf ljósmæðra og lækna fósturgreiningardeildar þegar fósturgreining leiðir í ljós að fóstur er með litningafrávik. Einnig sé boðin ráðgjöf hjá erfðaráðgjafa og erfðalækni. Óski par að hitta foreldra sem hafa staðið í sömu sporum er reynt að verða við því. Jóna María kveðst ekki kannast við þetta. „Þetta er auðvitað þjónusta sem á að vera fyrir hendi en hún var ekki til staðar fyrir mig. Hún er sennilega til á pappírum eða í einhverjum bæklingum. Mér var hins vegar boðið að tala við erfðalækni þegar dóttir mín var fædd.“ Það er mat Jónu Maríu að stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fordómum gagnvart fötluðum. „Það þyrfti að verja meira fé í fræðslu í skólum til þess að fræða börn um að það sé ekkert að óttast þótt allir séu ekki eins.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Á árunum 2007 til 2012 endaði meðganga í 83 tilfellum með fóstureyðingu vegna litningagalla sem greindist við fósturskimun við 12 vikna meðgöngu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur alþingismanns um fósturgreiningar. Á þessum árum greindust alls 49 tilvik af litningagöllum öðrum en þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenni. Í 45 tilfellum endaði meðganga með fóstureyðingu. Alls greindust 38 tilvik af þrístæðu 21 við 12 vikur. Allar meðgöngurnar enduðu með fóstureyðingu. Þetta kemur Jónu Maríu Ásmundsdóttur, formanni Félags áhugafólks um Downs-heilkenni, ekki á óvart. „En það er sláandi að öllum þessum börnum skuli vera eytt. Það eiga allir að vera eins, og steyptir í sama mót. Fólk er hrætt við eitthvað sem er öðru vísi en sem betur fer eru ekki allir eins. Það er rosalega skrýtið að þessir 38 einstaklingar skyldu ekki kynna sér málið hjá okkur. Ég gekk í félagið fyrir fjórum árum þegar dóttir mín fæddist með Downs-heilkenni. Ég hef aldrei fengið símtal frá fólki sem vill fá fræðslu hjá okkur. Fólk lítur á það sem eitthvað skelfilegt að eignast svona barn en það er það ekki,“ segir Jóna María og bætir því við að spyrja megi hvort það sé siðferðislega rétt að geta sigtað út og eytt. Hún tekur það þó fram að hún dæmi engan.Jóna María ÁsmundsdóttirSjálf kveðst hún hafa ákveðið að fara ekki í frekari rannsóknir þegar hún fékk að vita við 12 vikna meðgöngu að auknar líkur væru á að barnið sem hún gengi með væri með Downs-heilkenni. „Heilbrigðisstarfsmenn ýttu á mig að fá staðfestingu með frekari rannsókn en ég ákvað að gera það ekki.“ Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að verðandi foreldrum sé boðin ráðgjöf ljósmæðra og lækna fósturgreiningardeildar þegar fósturgreining leiðir í ljós að fóstur er með litningafrávik. Einnig sé boðin ráðgjöf hjá erfðaráðgjafa og erfðalækni. Óski par að hitta foreldra sem hafa staðið í sömu sporum er reynt að verða við því. Jóna María kveðst ekki kannast við þetta. „Þetta er auðvitað þjónusta sem á að vera fyrir hendi en hún var ekki til staðar fyrir mig. Hún er sennilega til á pappírum eða í einhverjum bæklingum. Mér var hins vegar boðið að tala við erfðalækni þegar dóttir mín var fædd.“ Það er mat Jónu Maríu að stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fordómum gagnvart fötluðum. „Það þyrfti að verja meira fé í fræðslu í skólum til þess að fræða börn um að það sé ekkert að óttast þótt allir séu ekki eins.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira