Erlent

Mánaðarlöng mótmæli í Hong Kong

Bjarki Ármannsson skrifar
Regnhlífar eru tákn mótmælahreyfingarinnar í Hong Kong.
Regnhlífar eru tákn mótmælahreyfingarinnar í Hong Kong. Vísir/AP
Þúsundir Hong Kong-búa komu saman fyrir framan stjórnarbyggingu borgarinnar í dag í tilefni þess að mánuður er liðinn frá því að mótmæli hófust í borginni.

BBC greinir frá. Mótmælendur, sem vilja að kínversk stjórnvöld skipti sér ekki af komandi kosningum í Hong Kong, höfðu í för með sér regnhlífar, sem eru nokkurs konar tákn mótmælahreyfingarinnar.

Viðstaddir stóðu svo fyrir 87 sekúndna þögn. Var þannig vísað til þess að lögregla í Hong Kong hefur 87 sinnum beitt táragasi gegn mótmælendum.


Tengdar fréttir

Þúsundir nemenda í verkfall

Þúsundir mennta- og háskólanema lögðu niður námsbækur sínar og hófu vikulangt verkfall til að mótmæla kínverskum stjórnvöldum.

Leiðtogi Hong Kong hvetur mótmælendur til að halda heim á leið

Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, hvatti í nótt mótmælendur til þess að halda til síns heima og láta þegar í stað af mótmælum sínum. Ekki verður orðið við þessari beiðni því á meðal krafna mótmælenda er einmitt að Leung sjálfur segi af sér embætti.

Sátt í sjónmáli í Hong Kong

Æðsti embættismaður Hong Kong, C.Y. Leung, segist vera tilbúinn til samningaviðræðna við mótmælendur stúdentahreyfingarinnar sem krefjast þess að kosningar á þarnæsta ári verði frjálsar.

Hong Kong búar loka fyrir umferð

Lögregla beitti í nótt piparúða á mótmælendur sem höfðu í þúsundatali sest á götur og lokað fyrir umferð í miðborg Hong Kong.

Mótmælt í Hong Kong á þjóðhátíðardegi Kína

Yfirvöld og íbúar í Hong Kong búa sig nú undir fjölmennustu mótmælin í borginni til þessa en í dag er þjóðhátíðardagur Kínverja. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, en borgin hefur verið hluti af Kína frá árinu 1997, segir að kröfum mótmælenda verði aðeins svarað í góðri samvinnu við yfirvöld á kínverska meginlandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×