ÁTVR og SÁÁ Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2014 07:00 Í mig hringdi gallharður markaðssinni – alvöru kunnáttumaður í markaðsfræðum og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki eins og hver önnur söluvara sem mætti „selja sig sjálf“. Þannig orðaði hann það. „Menn verða að skilja,“ sagði hann, „að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja ferla.“ Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að „varan seldi sig sjálf“. Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegna lykilatriði. Þarna þótti mér markaðsmaðurinn, vinur minn, hitta naglann á höfuðið í þeirri umræðu sem fer nú fram um umrætt frumvarp. En talandi um að hlutirnir gangi vélrænt fyrir sig, þá á það einnig við á öðrum enda. Þótt tekist hafi að hemja unglingadrykkju á síðustu árum með markvissu átaki, sem aðstandendur átaksins segja að hafi heppnast, ekki síst vegna þess að það var í skjóli verndandi sölufyrirkomulags, þá fjölgar engu að síður í biðstofum heilbrigðisstofnana sem sinna áfengismeðferð, samfara aukinni almennri neyslu áfengis. Þarna virðist nánast vera vélrænt samband á milli. Það á hins vegar ekki við um fjárveitingarnar. Þær drógust jafnt og þétt saman, reyndar eins og annars staðar í samfélagsþjónustunni, þar með talið heilbrigðisþjónustunni, í kjölfar hruns. En þegar síðan hefur komið viðbótarfjármagn í ýmsa geira heilbrigðisþjónustunnar, hefur SÁÁ, stærsta heilbrigðisstofnunin á þessu sviði, setið óbætt hjá garði að öðru leyti en því að fjármagn var sett til stuðnings eldra fólki sem ánetjast hefur áfengi. En þörfin fyrir hjálp er meiri en fjármagnið dugir til að veita. Í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðstoð gegn áfengisfíkn er nú spurt hvort fjárveitingarvaldið muni svara þeim veruleika sem blasir við í þessum efnum. Læt ég þá liggja á milli hluta umrætt frumvarp um ÁTVR, og þær illu afleiðingar sem það hefði í för með sér ef það næði fram að ganga. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga sem beint og óbeint eiga um sárt að binda af völdum ofneyslu áfengis munu án efa fylgjast með afgreiðslu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í mig hringdi gallharður markaðssinni – alvöru kunnáttumaður í markaðsfræðum og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki eins og hver önnur söluvara sem mætti „selja sig sjálf“. Þannig orðaði hann það. „Menn verða að skilja,“ sagði hann, „að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja ferla.“ Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að „varan seldi sig sjálf“. Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegna lykilatriði. Þarna þótti mér markaðsmaðurinn, vinur minn, hitta naglann á höfuðið í þeirri umræðu sem fer nú fram um umrætt frumvarp. En talandi um að hlutirnir gangi vélrænt fyrir sig, þá á það einnig við á öðrum enda. Þótt tekist hafi að hemja unglingadrykkju á síðustu árum með markvissu átaki, sem aðstandendur átaksins segja að hafi heppnast, ekki síst vegna þess að það var í skjóli verndandi sölufyrirkomulags, þá fjölgar engu að síður í biðstofum heilbrigðisstofnana sem sinna áfengismeðferð, samfara aukinni almennri neyslu áfengis. Þarna virðist nánast vera vélrænt samband á milli. Það á hins vegar ekki við um fjárveitingarnar. Þær drógust jafnt og þétt saman, reyndar eins og annars staðar í samfélagsþjónustunni, þar með talið heilbrigðisþjónustunni, í kjölfar hruns. En þegar síðan hefur komið viðbótarfjármagn í ýmsa geira heilbrigðisþjónustunnar, hefur SÁÁ, stærsta heilbrigðisstofnunin á þessu sviði, setið óbætt hjá garði að öðru leyti en því að fjármagn var sett til stuðnings eldra fólki sem ánetjast hefur áfengi. En þörfin fyrir hjálp er meiri en fjármagnið dugir til að veita. Í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðstoð gegn áfengisfíkn er nú spurt hvort fjárveitingarvaldið muni svara þeim veruleika sem blasir við í þessum efnum. Læt ég þá liggja á milli hluta umrætt frumvarp um ÁTVR, og þær illu afleiðingar sem það hefði í för með sér ef það næði fram að ganga. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga sem beint og óbeint eiga um sárt að binda af völdum ofneyslu áfengis munu án efa fylgjast með afgreiðslu fjárlaga.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun