Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2014 21:00 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.” Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.”
Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15