Enski boltinn

Van Gaal ekki hættur á leikmannamarkaðnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vidal hefur verið einn besti leikmaður Juventus undanfarin ár.
Vidal hefur verið einn besti leikmaður Juventus undanfarin ár. Vísir/Getty
Stuttu eftir að fregnir bárust af því að Manchester United hefði komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á Angel Di Maria fóru breskir miðlar að greina frá því að félagið væri ekki hætt á leikmannamarkaðnum.

Þegar hefur verið gengið frá kaupunum á Luke Shaw, Ander Herrera og Marcos Rojo en talið er víst að Di María bætist við þann hóp seinna í dag. Samkvæmt enskum miðlum greiðir Manchester United 59,7 milljónir punda fyrir Di María ásamt árangurstengdum greiðslum.

Samkvæmt heimildum ESPN er Arturo Vidal, síleski miðjumaður Juventus, næsta skotmark Manchester United. Vidal hefur verið orðaður við Rauðu djöflana í allt sumar en ítölsku meistararnir hafa fullyrt að hann sé ekki til sölu.

Það vakti hinsvegar athygli þegar Van Gaal tilkynnti orðrétt að hann væri hrifinn af honum sem leikmanni eftir 1-1 jafntefli gegn Sunderland um helgina.




Tengdar fréttir

Manchester United borgar 59,7 milljónir punda fyrir Di Maria

Manchester United gekk í kvöld á kaupunum á argentínska kantmanninum Angel Di Maria en United setur nýtt breskt met með því að borga 59,7 milljónir punda fyrir hann. Þetta kemur fram á enskum fréttamiðlum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×