Tónlist

Justin Timberlake var bara byrjunin

Ísleifur Þórhallsson
Ísleifur Þórhallsson Vísir/Arnþór
Ísleifur Þórhallsson, einn aðstandenda tónleika Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi á sunnudaginn, segist vera í skýjunum yfir því hvernig tókst til.

Hann segir jafnframt óhætt að fullyrða að haldið verði áfram á sömu braut; að fá stórstjörnur til landsins.

„Við erum með hús sem virkar. Þetta er lítill bransi þannig séð, nú er það vitað í útlöndum og þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Ísleifur og bætir við að búast megi við öðrum tónlistarmönnum að svipaðri stærðargráðu, jafnvel strax á næsta ári.

Ísleifur vildi ekki gefa upp hverja hann hefði í sigtinu, en meðal þeirra sem leggja í tónleikaferðalög á næsta ári eru Katy Perry og U2, svo einhverjir séu nefndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.