Veldur hver á heldur Ólafur Þ Stephensen skrifar 26. ágúst 2014 05:00 Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum. Það er stundum sagt að fjölmiðlar hafi þá eðlislægu sérstöðu meðal fyrirtækja að bíta í höndina sem fóðrar þá. Þeir birta oft neikvæðar fréttir um fyrirtæki, sem eru á meðal þeirra stærstu tekjulinda í krafti auglýsingaviðskipta. Fjölmiðill, sem lætur vera að birta slíkar fréttir vegna peningalegra hagsmuna er fljótur að glata tiltrú almennings. Þess vegna er skýr aðskilnaður ritstjórnar og auglýsingadeilda á flestum stærri fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta líka þurft að bíta í lúku eigenda sinna, sem fjármagna þá og borga laun starfsmanna, sérstaklega ef eigendurnir eru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnurekstrar eða áberandi í samfélaginu af öðrum orsökum. Margir eigendur fjölmiðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigandavaldinu. Fréttamiðill, sem fjallar ekki hlutlægt og gagnrýnið um eigendur sína eins og alla aðra, glatar trausti og þar með rýrnar virði eignar hluthafanna. Öðrum er meira sama og þeir skipta sér að vild af ritstjórnarlegri umfjöllun, ekki sízt ef hún varðar þá sjálfa eða hagsmuni þeirra. Eftir hrun voru sett ný lög hér á Íslandi um fjölmiðla, sem innihéldu í fyrsta skipti ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlunum er falið að setja sér sjálfir reglur um hvernig það skuli útfært, en reglurnar eiga meðal annars að innihalda „starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi blaða- og fréttamanna, þ.m.t. stjórnenda á því sviði, gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar.“ Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi. Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum á það nefnilega við að sá veldur sem á heldur. Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig. Þetta á við hvaða fjölmiðill sem á í hlut, ríkis- eða einkarekinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum. Það er stundum sagt að fjölmiðlar hafi þá eðlislægu sérstöðu meðal fyrirtækja að bíta í höndina sem fóðrar þá. Þeir birta oft neikvæðar fréttir um fyrirtæki, sem eru á meðal þeirra stærstu tekjulinda í krafti auglýsingaviðskipta. Fjölmiðill, sem lætur vera að birta slíkar fréttir vegna peningalegra hagsmuna er fljótur að glata tiltrú almennings. Þess vegna er skýr aðskilnaður ritstjórnar og auglýsingadeilda á flestum stærri fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta líka þurft að bíta í lúku eigenda sinna, sem fjármagna þá og borga laun starfsmanna, sérstaklega ef eigendurnir eru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnurekstrar eða áberandi í samfélaginu af öðrum orsökum. Margir eigendur fjölmiðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigandavaldinu. Fréttamiðill, sem fjallar ekki hlutlægt og gagnrýnið um eigendur sína eins og alla aðra, glatar trausti og þar með rýrnar virði eignar hluthafanna. Öðrum er meira sama og þeir skipta sér að vild af ritstjórnarlegri umfjöllun, ekki sízt ef hún varðar þá sjálfa eða hagsmuni þeirra. Eftir hrun voru sett ný lög hér á Íslandi um fjölmiðla, sem innihéldu í fyrsta skipti ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlunum er falið að setja sér sjálfir reglur um hvernig það skuli útfært, en reglurnar eiga meðal annars að innihalda „starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi blaða- og fréttamanna, þ.m.t. stjórnenda á því sviði, gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar.“ Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi. Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum á það nefnilega við að sá veldur sem á heldur. Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig. Þetta á við hvaða fjölmiðill sem á í hlut, ríkis- eða einkarekinn.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar