Leigubílstjórar komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar samkeppni María Lilja Þrastardóttir og Elimar Hauksson skrifar 10. febrúar 2014 07:00 Lögregla kveðst ekki hafa nein "töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. vísir/Gva Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira