Leigubílstjórar komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar samkeppni María Lilja Þrastardóttir og Elimar Hauksson skrifar 10. febrúar 2014 07:00 Lögregla kveðst ekki hafa nein "töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. vísir/Gva Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent