Lögmenn gramir út í Hönnu Birnu Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2014 13:51 Hanna Birna og Helga Vala, sem telur af og frá að lögmenn séu frekir til fjársins þegar málefni hælisleitenda eru annars vegar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir málefni hælisleitenda á Íslandi og sagði meðal annars í því samhengi að kostnaður vegna hælisleitenda sé að verulegu leyti lögfræðikostnaður, auk húsnæðis og uppihalds. Þessi ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg meðal þeirra lögmanna sem einkum hafa látið til sín taka í þessum málaflokki.600 milljónir ár ári Ef gripið er niður í viðtalið þá spyr Heimir Karlsson útvarpsmaður hvað þetta sé að kosta þjóðina? „Í dag er þetta kerfi að kosta okkur mjög mikið. Innanríkisráðherra, hvort sem það er ég eða einhver annar, hefur þurft að fara ítrekað inn í ríkisstjórn að fá aukið fjármagn. Við erum að greiða í þennan málaflokk um 600 milljónir á ári,“ segir Hanna Birna. Og hún heldur áfram þegar hún er spurð í hvað þeir fjármunir fari: „Hælisleitendur náttúrlega dvelja hér þannig að það er ákveðinn kostnaður sem fylgir því; húsnæði og uppihald og svo framvegis. Þeir eiga líka rétt á lögmanni í þann tíma sem þeir eru hér. Og lögmennirnir geta, það er bara lögum samkvæmt, það eru kærðar niðurstöður, fyrir það fá lögmenn greitt. Þannig að kostnaður af hálfu ríkisins er orðinn mjög mikill, hár og stór. Þannig að við verðum auðvitað að fara líka í gegnum það..“Lögfræðikostnaður stór þáttur kostnaðar Útvarpsmaðurinn biður Hönnu Birnu að staldra við: Bíddu, ég ætla nú aðeins að skilja þetta með lögmennina. Þannig að þegar lögmaður kærir fyrir hönd hælisleitanda ... „Þá fær hann greitt frá ríkinu. Fastar upphæðir fyrir kærur. Í hvert skipti fær hann náttúrlega lögmann sem hjálpar honum í gegnum kerfið okkar og það eru bara mannréttindi hans. Síðan, ef hann kærir niðurstöðu Útlendingastofnunar til innanríkisráðuneytisins, þá greiðum við fyrir það eða tökum þátt í því. Og ef hann kærir til æðra stjórnvalds og svo framvegis. Það er mjög algengt að það sé kært, þetta kæruferli er stór hluti af ástæðunni fyrir því að þetta tekur langan tíma. Og stór hluti kostnaðar.“Algjört kjaftæði Helga Vala Helgadóttir lögmaður segist ósátt við þessi ummæli í samtali við Vísi og hún veit að svo er um fleiri lögmenn sem hafa starfað að málefnum hælisleitenda: „Ef hælisleitandi er hér í 18 mánuði, sem er algengur tími, þá er lögmannskostnaðurinn 1/18 af kostnaði vegna þess hælisleitanda.“ Helga Vala fer ítarlega í saumana á þessu á Facebooksíðu sinni: „Yfirmaður hælismála á Íslandi gefur í skyn að stór hluti kostnaðar við að hafa hælisumsækjendur á Íslandi sé vegna lögmanna. Með ánægju segi ég henni hér að þetta er kjaftæði. Lögmenn fá 5 klst. greiddar fyrir vinnu sína á fyrsta stigi (á taxta ráðherra sem er 50% - 25% af algengum taxta lögmanna). Vinna lögmanna á þessu stigi er sjaldan undir 8 - 10 klst. Þetta vita allir sem koma að þessum málum og hefur verið viðurkennt bæði af starfsfólki Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis en fæst ekki breytt. Þeir aumu lögmenn sem vinna þessi mál eru því ekki að þessu fyrir peninga heldur eitthvað allt annað. Á seinna stigi, kærustigi, eru að hámarki greiddar 20 klst.“250 þúsund til lögmannsins Helga Vala útskýrir að þar inni í felst ritun ítarlegrar greinargerðar ásamt heimildaöflunar, fjöldi funda og mætinga, túlkun sem tekur mikinn tíma, heimsóknir vegna umsókna um bráðabirgðaleyfi til atvinnu, læknisheimsóknir sem Útlendingastofnun óskar stundum eftir að lögmaður fari með umsækjanda í og samskipti við innanríkisráðuneyti, ríkislögreglu og Útlendingastofnun. „Samtals eru því greiddar 250 þúsund fyrir alla þessa vinnu sem varir oft mánuðum og jafnvel árum saman! Það hefur verið reiknað út að hælisumsækjandi kosti samfélagið um 250 þúsund kr. á mánuði (allt innifalið - þ.á.m. kostnaður við ÚTL og IRR) ... svo það má vera helvíti snögg málsmeðferð ef lögmannskostnaðurinn á að vera stór hluti af kostnaði við hælisumsækjanda.“ Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir málefni hælisleitenda á Íslandi og sagði meðal annars í því samhengi að kostnaður vegna hælisleitenda sé að verulegu leyti lögfræðikostnaður, auk húsnæðis og uppihalds. Þessi ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg meðal þeirra lögmanna sem einkum hafa látið til sín taka í þessum málaflokki.600 milljónir ár ári Ef gripið er niður í viðtalið þá spyr Heimir Karlsson útvarpsmaður hvað þetta sé að kosta þjóðina? „Í dag er þetta kerfi að kosta okkur mjög mikið. Innanríkisráðherra, hvort sem það er ég eða einhver annar, hefur þurft að fara ítrekað inn í ríkisstjórn að fá aukið fjármagn. Við erum að greiða í þennan málaflokk um 600 milljónir á ári,“ segir Hanna Birna. Og hún heldur áfram þegar hún er spurð í hvað þeir fjármunir fari: „Hælisleitendur náttúrlega dvelja hér þannig að það er ákveðinn kostnaður sem fylgir því; húsnæði og uppihald og svo framvegis. Þeir eiga líka rétt á lögmanni í þann tíma sem þeir eru hér. Og lögmennirnir geta, það er bara lögum samkvæmt, það eru kærðar niðurstöður, fyrir það fá lögmenn greitt. Þannig að kostnaður af hálfu ríkisins er orðinn mjög mikill, hár og stór. Þannig að við verðum auðvitað að fara líka í gegnum það..“Lögfræðikostnaður stór þáttur kostnaðar Útvarpsmaðurinn biður Hönnu Birnu að staldra við: Bíddu, ég ætla nú aðeins að skilja þetta með lögmennina. Þannig að þegar lögmaður kærir fyrir hönd hælisleitanda ... „Þá fær hann greitt frá ríkinu. Fastar upphæðir fyrir kærur. Í hvert skipti fær hann náttúrlega lögmann sem hjálpar honum í gegnum kerfið okkar og það eru bara mannréttindi hans. Síðan, ef hann kærir niðurstöðu Útlendingastofnunar til innanríkisráðuneytisins, þá greiðum við fyrir það eða tökum þátt í því. Og ef hann kærir til æðra stjórnvalds og svo framvegis. Það er mjög algengt að það sé kært, þetta kæruferli er stór hluti af ástæðunni fyrir því að þetta tekur langan tíma. Og stór hluti kostnaðar.“Algjört kjaftæði Helga Vala Helgadóttir lögmaður segist ósátt við þessi ummæli í samtali við Vísi og hún veit að svo er um fleiri lögmenn sem hafa starfað að málefnum hælisleitenda: „Ef hælisleitandi er hér í 18 mánuði, sem er algengur tími, þá er lögmannskostnaðurinn 1/18 af kostnaði vegna þess hælisleitanda.“ Helga Vala fer ítarlega í saumana á þessu á Facebooksíðu sinni: „Yfirmaður hælismála á Íslandi gefur í skyn að stór hluti kostnaðar við að hafa hælisumsækjendur á Íslandi sé vegna lögmanna. Með ánægju segi ég henni hér að þetta er kjaftæði. Lögmenn fá 5 klst. greiddar fyrir vinnu sína á fyrsta stigi (á taxta ráðherra sem er 50% - 25% af algengum taxta lögmanna). Vinna lögmanna á þessu stigi er sjaldan undir 8 - 10 klst. Þetta vita allir sem koma að þessum málum og hefur verið viðurkennt bæði af starfsfólki Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis en fæst ekki breytt. Þeir aumu lögmenn sem vinna þessi mál eru því ekki að þessu fyrir peninga heldur eitthvað allt annað. Á seinna stigi, kærustigi, eru að hámarki greiddar 20 klst.“250 þúsund til lögmannsins Helga Vala útskýrir að þar inni í felst ritun ítarlegrar greinargerðar ásamt heimildaöflunar, fjöldi funda og mætinga, túlkun sem tekur mikinn tíma, heimsóknir vegna umsókna um bráðabirgðaleyfi til atvinnu, læknisheimsóknir sem Útlendingastofnun óskar stundum eftir að lögmaður fari með umsækjanda í og samskipti við innanríkisráðuneyti, ríkislögreglu og Útlendingastofnun. „Samtals eru því greiddar 250 þúsund fyrir alla þessa vinnu sem varir oft mánuðum og jafnvel árum saman! Það hefur verið reiknað út að hælisumsækjandi kosti samfélagið um 250 þúsund kr. á mánuði (allt innifalið - þ.á.m. kostnaður við ÚTL og IRR) ... svo það má vera helvíti snögg málsmeðferð ef lögmannskostnaðurinn á að vera stór hluti af kostnaði við hælisumsækjanda.“
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent